Wednesday, December 29, 2010

Nokkur vidjoblogg

Herna er eg nyvoknud eftir eins og halfs tima svefn i London. A leidinni ut a flugvoll og alveg buin a thvi!

Fyrsta vikan i Tiger Temple. Enrichment med Happy, Lucky, Money og Wayo



Fekk far med Archie til Kanchanaburi a frideginum okkar en hann keyrir um a litilli vespu. Thad sprakk a vespunni og eg rolti ca 2km ad naesta hjolbardaverkstaedi a thjodveginum i Kanchanaburi, skithraedd um lif mitt!

Tharna var eg rosalega dopur en reyndi ad bera mig vel. Joladagur var mega skemmtilegur en skrytid ad vera an fjolskyldunnar a adfangadag


Skelli inn fleiri vidjobloggum sidar. Njotid elsku vinir! :)

Tuesday, December 28, 2010

Va ekki nema 9 dagar eftir i Tiger Temple. Timinn er buinn ad lida skuggalega hratt og eg kvidi thvi ad fara og thurfa ad kvedja tigridyrin min. Er farin ad mynda sterk tengsl vid 5 og halfs manada dyrin sem vid erum buin ad hugsa mest um og serstaklega vid Apo og hun elskar mig.

Med eins manada kruttinu Wayhan
Nuna eru 12 nyir kettlingar i musterinu. Thrju eins manada krutt sem eg eyddi heilum degi med a sunnudaginn, fjorir kettlingar faeddust 18.des og fimm faeddust i sidustu viku. Thad eru nuna allt i allt 89 tigrisdyr i Tiger Temple!

I sidustu viku do hlebardinn okkar hun Sephoan en hun var 10 ara gomul. Thad var alveg otrulegt ad um thad bil klukkutima eftir ad hun do, bar vatnabuffaloku kalf fyrir utan burid hennar! Alveg magnad.... thegar eitt lif slokknar, kviknar annad.

Madur er otrulega fljotur ad venjast nyjum adstaedum og lifsmata. Mer finnst hitinn t.d litid mal nuna og var i flispeysu um daginn thegar thad var 20 gradu hiti uti thar sem mer fannst vera skitakuldi! Mer finnst thad edlilegast hlutur i heimi ad vera ad vinna med tigrisdyrum og ad fa ny gaeludyr (eda dyr til ad hugsa um) i hverri viku. Navi (flugikorninn okkar) var t.d med mer i vinnunni i allan gaerdag og hafdi thad bara huggulegt a oxlinni a mer, innan undir bolnum thar sem hun kurdi sig i harinu a mer. Vard nanast ekki vor vid hana allan daginn, en hun minnti mig a sig thegar hun meig a mig. Otrulegt ad fra thessu litla dyri hafi komid svona mikill vokvi en hun meig a milli herdabladanna a mer og bunan lak nidur eftir ollu bakinu a mer og alveg i buxnastrenginn! Sem betur fer var ekki lykt af hlandinu og thetta var fljott ad thorna i solinni.

I sidustu viku komu baejarbuar med litid dadyr, liklega bara viku gamalt, thar sem ad mamma thess hafdi daid og einhver thurfti ad hugsa um kalfinn. Thetta er barking deer (veit ekki hvad thad kallast a islensku, kalla thad bara dadyr) og vid thurfum ad gefa thvi pela thrisvar sinnum a dag, a morgnana, i hadeginu og a kvoldin. Fyrstu tvo dagana var thad rosalega skelkad og vildi ekki vera hja okkur en nuna er ekkert mal ad gefa thvi pelann og thvi finnst gott ad chilla hja okkur og skridur stundum i fangid a okkur eda leggst vid hlidina a okkur. Vid akvadum ad skira dadyrid Christmas thar sem thad kom til okkar um hatidarnar. Eg var ad gera pelann reddy fyrir Christmas i fyrradag (vid gefum thvi hunda thurrmjolk hrista i volgu vatni) og var ad hrista pelann og sat a golfinu med faeturna i sundur. Christmas var greinilega mjog svangur thar sem hann kom a milli  fotanna a mer, klifradi adeins upp a magann a mer og byrjadi svo ad skalla brjostin a mer! Thetta gera kalfarnir vid spenana a maedrum sinum til ad syna ad their seu svangir. Vid Tanya sprungum ur hlatri og eg stakk pelanum upp i hann. Hann vissi greinilega alveg hvar hann atti ad leita ad mjolkinni haha!

Gefa Christmas pelann sinn
Vid lasum okkur til um dadyr a netinu og komumst ad thvi ad kalfarnir skita ekki nema their seu hvattir til thess og audvitad er mjog mikilvaegt fyrir dyrin ad skita svo thau stiflist ekki. Hvatningin sem maedurnar nota er ad sleikja rassinn a kalfunum sinum og tha skita their! Ekkert okkar var tilbuid til ad forna ser i thad, en eg akvad ad bleyta sokk sem einhver gleymdi i thvottahusinu og strjuka laust yfir rassinn a Christmas. Thad lidu ekki tuttugu sekundur fyrr en fullt af spordum skutust ut ur rassinum a honum. Mer leid eins og stoltri modur!

A Joladag heldum vid svakalega veislu heima hja Jeng sem er thailensk og ser um okkur sjalfbodalidana. Hun byr i risa villu um halftima fra TT og er med rosalega flott utsyni yfir Kwai anna. Vid bordudum undir berum himni alveg thvilikar kraesingar, skutum upp flugeldum, donsudum, spiludum og hofdum thad rosalega gott saman a joladag.

A gamlarskvold verda haldnir godgerdartonleikar i TT (eda adeins fyrir utan, samt innan musterisgardsins) thar sem fraegasta hljomsveit Thailands kemur og spilar fyrir gestina. Thad er buist vid ad 10 thusund manns maeti a tonleikana og er abbotinn buinn ad fa herinn og logregluna til ad sja um oryggisgaeslu thar sem ad oftast thegar thessi hljomsveit heldur tonleika eru skotarasir! Abbotinn taladi reyndar vid hljomsveitarmedlimina og sagdi theim ad thad maetti ekki skjota ur neinni byssu a thessum tonleikum.... thad er bara ad vona ad addaendur theirra virdi thad!

Ekki nema 11 dagar i Silju og eg hlakka rosalega til ad fa hana og fara a flakk, en a sama tima a eg eftir ad sakna TT rosalega mikid!

Hafid thad gott um aramotin elsku vinir!

Tuesday, December 14, 2010

Kanchanaburi

Ju gott kvold!

Er i frii i dag og er buin ad eyda deginum i ad jafna ut tanid thar sem ad eg er komni med skuggalega mikla bondabrunku og thad er ekki eftirsoknarvert!

Hitti tvo ljufa menn adan og eyddi klukkutima i spjall vid tha a No Name Bar og svo forum vid ut ad borda seinna um kvoldid. Their eru fra Orange County i Kaliforniu og alveg svakalega finir. Annar theirra er buinn ad bjoda mer i heimsokn hvenaer sem eg vil og hann vill endilega ferdast med mer um S-Ameriku lika! Hef ekkert sma gaman af thvi ad hitta nytt folk og spjalla vid thad.

Thailenskt whiskey let mig finna fyrir thvi i dag.... skellti mer ut a lifid i gaer med Archie sem er ad vinna med mer og hollenskri stelpu og tveimur breskum domum. Svaka fint kvold i alla stadi en eg laerdi thad i gaer ad madur a ekki ad thiggja welcome shots sem manni eru bodin a theim stodum sem vid forum a! Skotin lita rosalega vel ut en bragdast verr en ...... tjahh... eg veit ekki hvad! Thailenskt whiskey i skoti er amk thad versta sem eg hef bragdad hingad til.

Vorum heillengi a 10 bhat bar, thar sem allir drykkirnir kosta 10 bhat! Mega finn pris. Thar hittum vid hollensku domuna og bresku skvisurnar og einng Jack Sparrow -thvi midur ekki Johnny Deep sjalfan en gaurinn var skuggalega likur Jack Sparrow. Hann vinnur a Bhudda Bar og var klaeddur upp sem sjoraeningi og madur minn! Tennurnar a honum voru svo eyddar af brennivinsdrykkju ad eg haetti nanast vid ad fa mer i glas! Hann drakk lika hvitt whiskey eins og kranavatn! Uff.... myndi nu ekki leggja i drykkjukeppni vid thennan naunga.

Lifid leikur vid mig i musterinu. Er ad kynnast tigrunum betur og betur og i gaer attu yngstu kettlingarnir tveggja vikna afmaeli. Vid munum sja um tha thegar their verda adeins eldri en annars er eg ad mynda svaka god tengsl vid 5 manada tigrana sem vid sjaum alfarid um (Apo, Angel, Atom og Darika).

Skelli inn lengra bloggi naest, thad er svo margt sem eg tharf ad koma fra mer svo thad er amk ekki skortur a efni til ad segja ykkur fra..... er verid ad loka netkaffihusinu svo eg aetla ad koma mer i hattinn.... eda a 10 bhat bar :)

Kiss kiss!
SBS

Tuesday, December 7, 2010

Ast fra Tiger Temple

Ahhhh! Mer lidur eins og prinsessu!

Er i frii i dag og skellti mer a hotel i Kanchanaburi i gaernott og verd thar i nott lika. For i handsnyrtingu, fotsnyrtingu, fotanudd, vax, harthvott, hofudnudd og klippingu adan a svaka finni snyrtistofu..... ekki skemmdi verdid fyrir thar sem thetta kostadi heilar 1500iskr. For lika i mollid herna i dag sem eg kys ad kalla SKOHIMNARIKI! Gud minn godur! Eg hefdi viljad kaupa eitt par af ollum skonum i ollum budunum..... nadi ad hemja mig og let mer naegja flip flops en aetla svo ad versla i heilan gam adur en eg kem heim!

Ufff hvad er eg buin ad gera sidan sidast...... sko.... hotelid sem eg var a i Bangkok var enntha ogedslegra thegar eg kom aftur upp a herbergi og aetladi ad leggja mig adur en eg taeki minivaninn upp i temple. Var ad spjalla vid mommu i simann thegar eg se utundan mer HRIKALEGA storan kakkalakka a roltinu a golfinu hja mer! Moskitoflugur, bedbugs... get lifad med theim en kakkalakkar og rottur! Thar hverfur tholinmaedin! Eg vard alveg sotbrjalud a thessu skitahoteli og aetladi ad pakka og bida med dotid mitt a einhverjum bar eftir minivaninum...... eeeen svefninn vard hraedslunni yfirsterkari og eg losadi mig vid kvikindid, trod plastpoka i gat a dyrastafnum thadan sem hann kom, setti blautan klosettpappir yfir raesid i sturtunni og lagdi mig i nokkra tima.... mer fannst eg rosaleg hetja og akvad ad hedan i fra myndi eg nu ekki kippa mer upp vid einhver kvikindi i kringum mig. (og ja btw. sviinn var hundleidinlegur! Hann tritadi mig eins og prinsessu og vildi bjoda mer upp a allt og hitta mig thegar eg kaemi til Svithjod, en var svo algjor deli vid alla adra! Donalegur, hrokagikkur sem helt hann aetti heiminn..... eg addadi honum ekki a FB!)
Heitt, sveitt en satt a ogedishotelinu


Thegar eg kom loksins i Tiger Temple byrjadi eg a thvi ad hitta Jen (yfirmanninn minn) og hina sjalfbodalidana: Martin (slovakiu), Tanyu, Al og Dom (UK), Christinu (skotland) og Leonid (Russlandi). Vid forum i skodunarferd um musterisgardinn og okkur var sagt lauslega fra thvi i hverju starfid okkar felst.

Vid sjaum um tigrisdyrakettlingana (er ekki eitthvad annad ord yfir tiger cubs a islensku?). A hverjum morgni vakna eg rumlega sex, maeti i vinnunna og byrja a thvi ad blanda mjolk fyrir yngstu dyrin. Forum svo og naum i kettlingana i burid theirra (their eru fjorir) og forum med tha i Sala (sem er musterid). Thar leyfum vid theim ad leika ser thangad til storu dyrin koma en tha forum vid med tha upp i musterid. Vid bordum morgunmat med morgungestunum (sem fa ad gefa kettlingunum ad drekka), munkunum og staffinu.

Kapphlaupid um morgunmatinn er hord keppni a hverjum morgni. Hladbordid samanstendur af mat sem munkunum hefur verid gefinn af thorpsbuum. Mest er af grjonum, allskonar sulli og kassum, en stundum er eitthvad bitastaett eins og kex eda muffins. Maturinn er misgodur en gestirnir eiga forgang a hladbordid og geta thvi valid thad besta ur. Naest eru sjalfbodalidarnir (vid) en thar hefst barningurinn..... staffid tredst fram fyrir og thad eru oll brogd leyfileg til ad na thvi sem manni langar mest i. Hrinda, fella, yta, hamstra og trodast.... thetta er allt mjog edlilegur partur af morgunmatnum, en yfirleitt endar madur med eitthvad sull a diski og sest i indianastellingu a golfid, anaegdur med sitt og bordar af bestu lyst (vill einhver giska hvort thetta se kaldhaedni).

Just another day at the office!  :)
Eftir morgunmat fa turistarnir ad halda i olarnar a minnstu tigrunum thangad til vid komum ad burunum theirra. Thar tokum vid vid og morgunverkin okkar hefjast. Morgunverkin eru annadhvort: ad bada fjora yngstu kettlingana, thrifa burid theirra og urbeina kjukling fyrir tha eda ad thrifa tigrisdyraskit ur hinum burunum og smula gangstettina sem liggur medfram burunum. Hljomar kannski skringilega, en thetta er allt mjog gaman! Thad er einhver serstok hugleidsla falin i thvi ad moka skit! Eins og JR segir i Dalalif, Eg elska ad moka skit! :)

Eftir morgunverkin er enrichment. Vid veljum okkur tha eitthvad dyr og eydum halftima med thvi.... tolum vid thad (eg song fyrir eitt), lesum eda chillum bara vid burid til thess ad dyrin sjai fleiri en bara manneskjuna sem gefur theim ad eta.

Hadegismatur er milli 11 og 12 og tha er i bodi ad fara a the Noodle station. Thar faer madur ser nudlur med allskonar gumsi og supu sem inniheldur frekar oreada hluti.... einu sinni voru kindahausar i supunni! Eftir hadegi er okkur skipt a nokkur svaedi thegar vid erum buin ad taka vid turistunum, segja somu hlutina 150 sinnum og svara helling af heimskulegum spurningum. Svaedin eru-> Babycage: thar sjaum vid um turista sem hafa keypt 45minutur med yngstu tigrunum thar sem their leika vid tha og gefa theim svo ad drekka. Djobbid okkar felst i thvi ad koma i veg fyrir thad ad tigrarnir nai ad bita folkid og svo leikum vid vid tha thegar thad er rolegt.... eda leggjum okkur med theim eins og eg gerdi um daginn! Var naestum thvi sofnud a maganum a Apo (uppahalds dyrid mitt) thegar hun var steinsofandi. Yngstu tigrarnir eru fjorar systur sem heita: Apo, Atom, Angel og Darika (hun beit mig)

Annad svaedid er Waterfall. Thar sjaum vid um ad selja turistunum babyfeeding (sem madur er ad vinna i thegar madur er i babycage) eda Cub excercise. I cub excercise fara turistarnir inn a opid svaedi sem er eins og strond med fossi og siki, med 5-7 og halfsmanada gomlum tigrum, leika vid tha og bada tha svo eftir a. Their eru ca jafn storir og fullvaxinn labradorhundur.

Thridja svaedid er canyon. Thegar buid er ad taka a moti fyrstu gestunum er farid med 30 tigrisdyr nidur i tiger canyon thar sem thau leggja sig yfir heitasta part dagsins og eru i kedjum. Okkar starf er group control. Segja folkinu fra oryggisreglunum thegar thad fer og sest vid hlidina a tigrunum og faer mynd af ser, svara helling af misheimskulegum spurningum (eins og: hvar eru hofrungarnir) og reyna ad selja folki evening excercise thar sem 6-8 af fullordnu tigrisdyrunum leika ser eftir lurinn sinn og folk faer taekifaeri til ad sja dyrin i fullu fjori og na gedveikum myndum!

Mer finnst gaman ad vera a ollum stodunum!

Eftir vinnu hjalpum vid stundum dyralaekninum (sem er kalladur Dr.Death) ad hjukra einhverjum dyrum eda hongum saman i common roominu. Vid stelpurnar buum i husi i skoginum en strakarnir bua i herbergjum ofar a svaedinu. Eini stadurinn sem vid megum hanga a saman er i common roominu.  Oll nain samskipti milli okkar og strakana eru bonnud og thad er stranglega bannad ad date-a thai staffid (due to problems in the past).

Konur mega alls ekki snerta munkana og einn theirra striddi mer adeins med thetta um daginn. Eg var ad spjalla vid tvo munka og einn thai starfsmann eftir morgunmat einn daginn.... thegar eg var buin ad spjalla vid tha tha tok thai starfsmadurinn i hondina a mer og eftir thad retti munkurinn ut hendina a ser i att til min. Mer fannst ekkert sjalfsagdara en ad gripa i spadann a honum en hann kippti hendinni tilbaka a ljoshrada thegar eg var ad fara ad gripa i hana. Eg steingleymdi thvi ad eg maetti ekki snerta munkana! Eg eldrodnandi, afsakadi mig og hneigdi en hann skellihlo! Thetta var adalbrandarinn hja thai staffinu i tvo daga!

Herbergid mitt er rosa fint. Flisar a golfinu, thunn dyna a meters upphaekkudum palli og moskitonet yfir sem er eins og himnasaeng svo mer lidur eins og prinsessu! Klosettid okkar er eitthvad sem eg held ad fair myndu bjoda i. Thad litur ut eins og vestraent skitugt klosett an klosettkassa og thad ma ekki henda klosettpappirnum oni klostid thar sem lagnirnar i Thailandi eru svo rosalega throngar. Vid sturtum nidur med thvi ad ausa vatni med skal ur 40 litra fotu sem er vid hlidina a  klosettinu. Thad eru tvaer fotur vid hlidina a klosettinu. Onnur theirra er klosettsturtufatan en hin er sturtan okkar! Vid fyllum hana af koldu vatni, setjum liter af heitu vatni uti sem vid erum bunar ad hita i katlinum okkar og svo ausum vid vatninu yfir okkur ur litilli skal. Thetta er merkilega fljott ad venjast :)

Ogedid a fotunni og skalin sem eg sturta mig med
Thar sem eg var ordin svo rosalega chillud gagnvart poddum tha lenti eg i near death experience um daginn. Eg var nybuin ad blanda vatni i fotuna thar sem eg var ad fara i sturtu thegar eg se eitthvad mega stort kvikindi a klosettfotunni. Eg hefdi verid mega roleg og haldid ad thetta vaeri jafn meinlaust og maur ef krakkarnir hefdu ekki verid ad segja mer fra svona kvikindum fyrr sama dag! Thvilik tilviljun.... sem betur fer sogdu thau mer fra thessu thvi annars hefdi eg orugglega bara sturtad mig i mestu makindum med thetta vid hlidina a mer. Thetta var baneitrud thusundfaetla og eftir ad eg hafdi hlaupid oskrandi ut af badinu og tekid mynd af henni tha kom sporddreki i heimsokn til okkar lika! Vid vorum frekar traumatized thegar vid forum i meditation og eg notadi ekki badherbergid okkar i tvo daga. Thad er ss allt i lagi ad vera hraedd vid rett skordyr!

Gefa Bamba ad borda
Annars hef eg thad bara mega gott. Sagdi um daginn ad mer lidi eins og Pocahontas og thad hefur ekkert breyst :) A hverjum degi thegar vid komum heim ur vinnunni tha maeta vinir okkar um leid og eg kalla a tha og vid gefum theim ad borda. Thetta eru dyrin sem lifa laus innan musterisveggjana og eru farin ad elska mig. Eg var ad handmata dadyr um daginn og svo kemur villisvinid James reglulega i heimsokn. Dyrin sem eru i burum eru: 78 tigrisdyr, tvo ljon, hlebardi, thrir birnir og tveir ernir. Hin dyrin sem bua tharna lika eru: vatnabuffaloar, kyr, hestar, haenur, hanar, pafuglar, villigeltir, dadyr, strutur (storhaettulegur! hann sparkar i folk), geitur (ein klikkud, hun Priscilla) og svo uppahaldid okkar hun Navi sem er flugikorni og er gaeludyrid hans Dom.

Er ad skella inn myndum a FB.... vona ad thetta gefi ykkur smahugmynd um thad hvernig er hja mer..... ss AEDISLEGT!

Koss og knus heim
Sigga Bylgja

Monday, December 6, 2010

Smá frá Íslandi :)

Hæææ!

Jæja, í dag er akkúrat mánuður í að ég leggi af stað í ferðalagið góða og ég er ekki frá því að spenningurinn sé að magnast. Hausinn er vægast sagt kominn á flug í pælingum um hvað ég þarf að gera, hvað skal kaupa, hverju skal pakka o.s.fr.v.. Ég er samt ekkert stressuð. Það mun allt reddast, ég er viss um það. Eins og hún Margrét Birna orðaði svo skemmtilega; „Silja, það býr fólk þarna“ svo ef ég gleymi einhverju, þá er það vafalaust ekkert sem ég get ekki lifað án eða reddað mér á staðnum.

Í morgun pantaði ég mér hótel í London, þar sem ég verð eina nótt áður en ég held af stað til Mumbai og þaðan til Bangkok.
Ég hef aldrei komið til London og það mun eiginlega ekki breytast neitt þó ég muni sofa þar eina nótt þar sem ég ákvað að panta mér gistingu í nágrenni við flugvöllinn. Þetta er nú ekki langt stopp. Á að lenda á Heathrow klukkan 19:30 og fara í loftið um klukkan 10 morguninn eftir.

Nema hvað, þegar ég var að leita mér að hagstæðri gistingu datt ég inná eitthvað sem kallast „Top Secret Hotel“. Það fólst semsagt í því að ég pantaði mér gistingu án þess að vita um hvaða hótel var að ræða. Það eina sem ég fékk uppgefið var verðið (sem var mun lægra en nokkuð annað sem ég hafði rekist á) og þær upplýsingar að um huggulegt hótel væri að ræða með öllu því helsta sem hótel hafa uppá að bjóða og það nálægt flugvellinum.

Ég, þessi spennufíkill sem ég er (right), ákvað að þetta væri alveg þess virði að prófa og heyyy veiii jeyyy ég fékk þetta líka fína hjónaherbergi á 4 stjörnu Holiday Inn. Þeir hafa líklega fundið prinsessustraumana í gegnum Mastercardið mitt (eða óttann við að enda í 16 manna herbergi á skítugu hosteli) og skellt mér í viðeigandi vistarverur, allt eins og það á að vera :)

Hótelið mitt :)
Ekki samt halda að ég sé ekki tilbúin að leggja prinsessuna á hilluna, þennan tíma sem ég verð í Asíu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun vafalaust deila skítugum kojum með skordýrum og ekki komast í sturtu á hverjum degi (anda inn, anda út!!) en ég er líka fullviss um að þetta mun ég gera með bros á vör. Þið hafið séð asíubúa er það ekki? Frekar glaðar týpur ;) Prinsessa í Evrópu, ævintýragjörn dúlla í Asíu. Held að þetta sé gott plan :)
Glaðar týpur
Svo skemmir ekki fyrir að hún Bylgja mín verður nú orðin dálítið vön þegar ég læt sjá mig, treysti því að hún verði farin að drepa pöddur, rottur (anda inn, anda út!!) og önnur krútt með augnaráðinu einu saman þegar ég mæti á svæðið.

Ég heyrði einmitt í stúlkunni í dag og er hún kát og glöð, að venju. Enda ekki við öðru að búast :)

Bylgja í vinnunni
Við erum búnar að ákveða það að hún sæki mig á flugvöllinn í Bangkok þann 8. janúar og ég muni koma með henni í musterið og gista þar eina nótt. Daginn eftir mun ég fylgja henni í vinnunna síðasta daginn hennar, klappa tígrisdýrum (vúhú) og gera allskonar sniðugt vonandi. Það er ef allt gengur eftir.

Svo er planið að finna gistiheimili og hafa það huggulegt í einhverja daga á meðan ég næ ferðaþreytunni úr mér :) Skoða nágrennið, leika okkur í fossum og svitna dálítið meððí.

30-40 gráður, takk fyrir. (Vil biðja Bylgju fyrirfram afsökunar á því hvað ég mun tuða örlítið ( ókei kannski smá mikið) yfir því hvað mér sé heitt og að ég sé sveitt – endilega minntu mig á slabbið (haha) sem verður líklega heima á meðan)

En jæja, nóg í bili – ætla að fara að hlakka meira til. Ekki nema allskonar gaman, ein jól og ein áramót í brottför. Jibbýýý  :) :) :)

- SiljaM 

Tuesday, November 30, 2010

Hallo.... thetta er Bylgja.... eda thad litla sem er eftir af mer!

Vinir minir sem deila med mer herbergi eru heldur fleiri en eg helt og sumir theirra eru mjog okurteisir. Eg myndi aldrei bita eda borda vini mina (undantekning thegar eg beit Berglindi reglulega thegar vid vorum litlar en vid erum bestu vinkonur i dag). Eg er farin ad hallast ad thvi ad thad seu bed bugs i ruminu minu.... vanalega myndi thad frika mig ut, en eg er svo hrikalega orkulaus af hitanum og er enntha med flugthreytuna i mer svo eg er undarlega roleg yfir thvi. Moskitoflugurnar eru bunar ad smakka vel a mer og eg vona ad thetta seu bara moskitobit i stadinn fyrir bed bugs.... en hvad er eg ad kvarta! Thad vaeri nu heldur einmanalegt ad gista ein i rumi svo eg er anaegd ad einhver vilji sofa hja mer haha! Skokkadi ut i apotek og nadi mer i after bite, get ekki verid i skom thvi lappirnar a mer eru svo bolgnar af bitum.... er buin ad missa toluna a theim en eg taldi um 60 a fotunum a mer adan.

Thad er ekkert sma mikid mannlif a Khaosan road (backpacker street). Hotelid mitt (The Green House) er i gotunni vid hlidina a Khaosan og er rosalega vinsaell stadur. Maturinn er godur og svo a hverjum kvoldi eru taelenskir trubadorar sem syngja althjodleg log og eru bara mjog godir! Hvad er huggulegra en ad sitja med avaxtasjeik i 30 gradu hita, hlusta a sweet home alabama og fleiri goda slagara sungna af monnum sem eru a morkunum ad vera ladie boys? Thad er fatt betra en thad! Aetla ad bidja tha um ad spila Mr.Big Hold on little girl thegar their eru bunir med Don't look back in anger sem their eru ad fara frekar illa med nuna!

For med svianum i siglingu i dag og skodadi Wat Arun, sem er musteri herna vid ana. Eg thurfti ad kaupa mer Sarong og sidermabol thar sem ad eg var ,,Too naked to enter". Mer fannst eg vera klaedd eftir vedri, i hlyrabol og stuttbuxum, en thad thotti ekki vid haefi og ekki vildi eg modga munkana. Vid klifrudum upp hrikalega brattan stiga til ad komast a efstu haed, eg sa engan inngang i musterid heldur klifrudum vid utan a thvi. Mjog merkilegt. Fann sma kitl i maganum thegar eg var ad klifra upp og nidur troppurnar.... nei, ordum thetta betur: eg var ad drepast ur hraedslu med thennan helvitis sarong ad flaekjast i loppunum a mer, skithraedd um ad rulla nidur i hverri troppu sem var hrikalega ha! Eg komst tho nidur a endanum og helt kulinu.

Eftir musterid forum vid tilbaka a Khaosan road thar sem ad eg fekk  sykurfall, gleymdi ad drekka nog og borda. Mer leid eins og thad besta sem eg gaeti gert vaeri ad leggjast nidur og bida eftir ad vanlidanin lidi hja. Nick var rosalega ljufur og daeldi i mig ananas til ad fa avaxtasykur og svo gat eg nartad i sma mat og drukkid vatn. Eftir thad kvaddi eg hann og lagdi mig..... i atta tima! Klukkan er nuna 12 a midnaetti og eg tharf ad vakna klukkan sex til ad taka mini vaninn til Kanchanaburi.

Hlakka til ad hitta munkana og tigrisdyrin og sja hvernig allt er i musterinu!

Kossar og knus (og sma nart)

Sigga Bylgja

Monday, November 29, 2010

Og tha er eg lent i landi hinna thusund brosa.... Thailandi!

Mikid var ferdalagid langt og erfitt. 13 klst flug og atjan tima ferdalag i allt. Thad tekur a ad koma beint af djamminu og skella ser i flug....en eg meina, klarlega thess virdi!

Helgin i London var aedisleg! Vid Bryndis skemmtum okkur konunglega saman og gerdum ymislegt af okkur.

I hinni helgu borg Mekka bua undurfagrir fuglar sem finnast hvergi annarsstadar i heiminum. Muslimakonur sem ekki virda tha reglu Islam ad hylja a ser harid mun verda refsad af thessum fuglum. Thegar konurnar deyja tha koma litlu saetu fuglarnir, gogga gat a hvirfilinn a theim og eta i theim heilann og koma thannig i veg fyrir ad thaer komist til himna! Hvernig veit eg thetta? Eg lenti a svo malglodum og skemmtilegum leigubilstjora sem keyrdi mig a Heathrow. Hann er fra Bangladesh og byrjadi a thvi ad tilkynna mer thad ad hann vaeri ekki hrydjuverkamadur..... svo helt hann klukkutimafyrirlestur um Islam, muslima og heilagt strid. Endadi svo a thvi ad segja mer ad hann trydi ollu sem Muhamed spamadur sagdi, sem var m.a. ad vid endalok heimsins mun verda mikid strid thar sem muslimar standa einir a moti ollum hinum truarbrogdunum og munu hafa sigur! Ja, eg er margs visari um allt thetta nuna en adur!

Eg for i fylu ut i Thailand thegar eg kom, en thad entist nu ekki lengi.... flugthreyta, hungur, ogledi og hiti virka ekki vel saman a nyjum stad en eftir sma leggju var eg god.

Herbergid er ekki alveg eins og eg bjost vid.... er heldur ekki single room eins og var auglyst thar sem ad vid erum liklega 10.002 sem deilum thvi. 10 thus maurar, eg og ein kongulo. Ja madur er ekki lengi ad eignast nyja vini!

Var einmitt ad koma heim af kaffihusi med hrikalega myndarlegum Svia. Hann settist hja mer thar sem eg var ad borda kvoldmatinn minn a hotelinu og vid spjolludum heillengi. Forum svo a roltid og hann syndi mer hverfid. Hann hefur komid hingad sex sinnum og er i vidskiptaferd en aetlar ad gefa ser tima i ad hitta mig a morgun og syna mer borgina. Thessir sviar eru svo nice!

Thegar vid vorum ad ganga um tha var toluvert um rottur ad hlaupa medfram gotunni, sem eg reyndar vard ekki vor vid en hann benti mer a thaer. Vid settumst svo nidur a svaka huggulegan stad sem var med risaklett, foss og fiskatjorn i gardinum. Thegar vid vorum thar tha benti Nick mer a eitthvad skjotast um i klettinum flotta thar sem fossinn rann nidur. Eg missti alltaf af thvi og helt ad hann vaeri ad grinast thangad til eg sa thad med eigin augum rett vid faeturna a mer.... thad voru rottur inni a kaffihusinu! Thad kippti ser enginn upp vid thad- nema Bylgja litla hetja sem sat med faeturna upp a stolnum thangad til vid forum.... Jesus, madur er hraeddur vid rottur en finnst ekkert mal ad vera ad fara ad vinna med tigrisdyrum hehe.

Eg fer til Kanchanaburi a midvikudaginn. Verd bara sott herna fyrir utan med minibus og keyrd heim ad dyrum, svakalega fint.

Verd ad fara ad sofa svo eg liti nu vel ut fyrir sviann a morgun! Haha :)

Goda nott
Bylgja (sem aetlar ad sigrast a rottuhraedslunni og skordyrafaelninni sem fyrst)

Thursday, November 25, 2010

Jæja.... smáááá spenningur í gangi... fór upp í rúm í gærkvöldi til þess eins að bylta mér, henda af mér sænginni og kúra mig undir hana til skiptis, hugsa og hugsa, anda rólega, hugsa fallega, taka öndunaræfingar- í marga klukkutíma en ekkert dugði nema svefntaflan sem ég tók klukkan fimm í morgun! Dauðöfundaði Krumma að sofa svona blítt við hliðina á mér, gjörsamlega áhyggjulausan og ekkert spenntan.

Ég flýg til London kl 9 í fyrramálið og Bryndís ætlar að sækja mig á flugvöllinn. Hún er svo ljúf að leyfa mér að vera hjá sér um helgina og ég býst fastlega við einhverjum látum í London á laugardaginn þar sem við erum að fara á Ladies Night með DJ Pussy Wagon! Getur ekki klikkað!
Það litla sem ég fer með
Það sem gæti hugsanlega klikkað (ef eitthvað) þá er það að ég missi af fluginu mínu til Mumbai á sunnudagsmorguninn kl 10..... 7, 9, 13 að ég nái því nú! Hef allt klárt og skelli mér beint af Dömukvöldi á flugvöllinn, skothelt plan!

Annars er ég bara hrikalega utan við mig í dag.... var heillengi að reyna að koma usb lyklinum mínum í tölvuna áðan og var búin að spyrja Silju um ráð og prófa allar mögulegar aðferðir þegar ég áttaði mig á því að ég var að reyna að setja lykilinn í nettenginguna! 

Humarveisla í kvöld með nánustu fjölskyldunni.... ekki enn kominn kökkur í hálsinn, ætli hann mæti ekki í kvöld, magnist upp í nótt og springi svo út á flugvellinum í fyrrmálið.

Annars er þetta bara síðasta bloggið mitt á Íslandi.... hlakka til að lenda í ævintýrum í Lundúnum, Mumbai, Thailandi og öllum hinum stöðunum sem við komum til með að heimsækja

Hafið það rosalega gott um jólin elsku vinir.... hlakka til að hitta ykkur á næsta ári!
Sigga Bylgja

Tuesday, November 9, 2010

Ég ætla að verða.....Alvöru túristi, eða ekki?

17 dagar í brottför.... mér finnst það vera ógeðslega langt að líða, en þegar það er 7.desember og 17 dagar til jóla þá finnst mér jólin vera rétt að detta inn og jólaskapið er komið í túrbógír!

Jólatréð okkar í fyrra
Var að átta mig á því að þegar ég flýg frá London til Mumbai, 28.nóvember, þá verður fyrsti í aðventu. Ég ætla að taka með mér kertakrans í flugið og kveikja á fyrsta kertinu og maula á piparkökum með jól í hjarta. Svo dettur maður bara inn í sumarið, lengsta sumar lífs míns! Frá nóvember til ágúst. Ekki kvartar maður undan því.

Það er auðvitað hellingur sem ég á eftir að gera fyrir brottför.... ef ég þekki mig rétt þá chilla ég bara með það þangað til það eru þrír dagar í brottför og verð þá í mega panikki að redda öllu á síðustu stundu. Það er svo sem okei, bara ef ég redda öllu áður en ég fer.

Er búin að liggja yfir fínu, nýju uppáhaldsbókunum mínum (Lonely Planet bókunum) og fá skýrari mynd af því sem við erum að fara útí. Það er helling af klisjum sem hægt er að elta, auðvitað komum við til með að gera einhverjar af þeim, en annars verðum við bara í rólegheitum og ekki að eltast við þessa aðal tourist attraction staði.

Ekki eins og við verðum, eða hvað?
Fór í skátabúð og keypti mér höfuðljós og buxur sem hægt er að breyta í stuttbuxur.... ég er ekkert voðalega mikið fyrir svoleiðis buxur (eiginlega bara alls ekki) og vil helst ekki láta mig sjást í þeim, en þær eru svaka hentugar fyrir þetta og úr efni sem er eðal fyrir ferðalag á þessum slóðum. Svo veit ég ekkert hverju ég á að pakka! Ég ætlaði bara að taka góða sandala að labba á og svo sólarstrandarfötin, kjóla, hlýraboli og bikiní.... það gengur hins vegar ekki! Verð að venja mig á síðermaboli og ljótar buxur til að móðga nú ekki innfædda. Þeir eru eitthvað minna hrifnir af beru holdi nema á aðaltúristastöðunum, þar getur maður sprangað um á háum hælum og bikiníi.... einmitt svo mikið við Silja :) 

Fékk mér svaka fínan drykk í morgunmat. Kólerubóluefnifreyðidrykk með kirsuberjabragði. Ég átti í mikilli baráttu við sjálfa mig við það að reyna að halda þessu niðri. Þetta var vægast sagt ógeðslegt! En.... maður lætur sig hafa það... þetta á að koma í veg fyrir mestu niðurgangsveikindin hehe. Svo er ég að skjóta í mig einni matskeið af járndrykk á morgnana og acidophlusblablabla... töflum til að styrkja magann. 

Annars er bara brjálað að gera að hitta alla og gera sem mest áður en ég fer. Það er leikhús, út að borða, matarklúbbur, skvísudjamm og ég veit ekki hvað og hvað! Fólk lætur eins og þetta séu mínir síðustu dagar í lifanda lífi.... Mamma ítrekaði það meira að segja við mig að kaupa mér líftryggingu! Ég hef samt engar áhyggjur, er ekkert að fara að drepast þarna.... ég verð 103 ára, röflandi á elliheimili, helþvoglumælt af sherrydrykkju hehe.

Er hæstánægð með það að sameiningarviðræður HR og Bifrastar voru dregnar til baka. Hefði síður viljað koma heim og frétta það að skólinn sem ég útskrifaðist frá væri bara ekki lengur til! Þá eru þær áhyggjur frá. Best að fara að brjóta heilann yfir því hverju er best að pakka.... einhver tips? og hvar fær maður svona þurrhandklæði sem virkar eiginlega eins og vaskaskinn og er mega létt??


Wednesday, November 3, 2010

Nokkur orð..

vinir!
Ætli það sé ekki kominn tími á nokkur orð frá mér inná þessa fallegu síðu.
Nú eru ekki nema 63 dagar í að ég leggi af stað í reisuna og 65 dagur í að ég hitti Bylgju í Bangkok. Ótrúlegt alveg hreint. Mér finnst ekki nema nokkrar vikur síðan við sátum á Saffran og Bylgja var að segja mér frá þessum plönum sínum. Mín viðbrögð voru „hey má ég koma með?“ Eitthvað sem ég hélt svo að myndi aldrei verða að veruleika!
63 dagar!! Mér finnst þetta ótrúlega stuttur tími. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo margt skemmtilegt á dagskránni hjá mér þar til ég legg af stað. Leikhús/vinkonukvöld, Boston (e.15 daga!!), jólahlaðborð, spilakvöld, Tinna vinkona kemur í heimsókn frá Noregi, JÓLIN og gamlárskvöld. Ég get ekki neitað því að ég kann afar vel við þennan árstíma. Dimmt og kalt úti, hlýtt og notalegt inni með kertaljós og kósýheit. Dásamlegt, yndislegt, frábært !
Ekki það að ég hef alveg á tilfinningunni að það verði ljúft að yfirgefa klakann í byrjun janúar og skella sér á strandir asíu. Já, ég er ekki frá því að hæfileg lengd á vetri sé nóvember og desember. Svo má sumarið alveg láta sjá sig. Sól og blíða hlýtur bara að vinna slabb og kulda, eða er það ekki?
Ég hlakka amk til að fagna febrúar afmælinu mínu í hita og sól á fjarlægri strönd :)
Ég er inni í þessu bleika skýi.
Hvað varðar planlagningu á ferðinni okkar góðu verð ég að viðurkenna að hún Bylgja hefur algjörlega haft yfirumsjón með því. Ég er ennþá föst á bleiku skýi yfir því að ég sé yfirhöfuð að fara í þetta ferðalag. Bylgja kemur með frábærar hugmyndir og ég kinka kolli og brosi. En við erum að leggja upp með svipaðar væntingar og svipaða sýn á ferðina svo þetta hefur allt gengið vel enn sem komið er.
Mikið hlakka ég til.

                      -            SiljaM

Tuesday, October 26, 2010

Draugar og stáltaugar

31 dagur í brottför

Skellti mér í Ferðavernd í dag þar sem ég átti notalegt spjall við svakalega huggulega hjúkku. Hún seldi mér kóleru bólusetningu á einungis 20 þúsund krónur og sparaði okkur Silju hellings pening með því að ráðleggja okkur að kaupa malaríutöflurnar í apóteki úti en ekki hér heima. Hér heima myndi skammturinn sem við þurfum kosta 35þúsund krónur á mann en er væntanlega mun ódýrari úti í Tælandi. Takk fyrir þetta ljúfan!

Eitt djásnið
Ég er alveg svakalega spennt að fá Lonely Planet bækurnar sem ég keypti í síðustu viku en þær detta líklega inn um lúguna í lok þessarar viku eða næstu. Annars eru starfsmenn Lonely Planet mjög duglegir við að senda mér fréttabréf og segja mér hvert er best að fara og hvað gæti verið skemmtilegt að gera..... þakka þeim kærlega fyrir ábendingarnar, sérstaklega þær sem ég fékk í dag!

Silja vinkona mín er nefninlega hörkutól og ekki auðvelt að hræða hana. Amk ekki með venjulegum hryllingsmyndum eða öðru sem vekur óhug hjá flestum. Silja hefur aldrei séð hryllingsmynd sem hefur hrætt hana svo ég sagði henni að horfa á hrikalegustu hryllingsmynd sem ég hef nokkurn tíma séð! Þessi mynd gerði það að verkum að ég gat ekki sofið ein í sex mánuði, setti fótinn aldrei undan sænginni þó ég væri komin með óráð af hita og sef enn með næturljós í herberginu mínu! Ég var alveg viss um að þessi mynd væri sú rétta til að hræða Silju ef einhver hryllingsmynd ætti nokkurn tíma eftir að gera það.

Það reyndist hinsvegar ekki rétt ágiskun hjá mér. Á meðan Silja horfði á Paranormal Activity, sem gerði mér lífið leitt í hálft ár og hefur enn áhrif á mig, dó hún nánast úr leiðindum, ekki hræðslu eins og ég hafði búist við!

Ég hef því ákveðið að grípa til róttækari aðgerða og Lonely Planet gaf mér hugmynd að því sem gæti trekkst taugarnar á minni kæru vinkonu örlítið, þó ekki væri nema í smá stund.

Garðskraut í Wat Rong Kuhn

Real life experience! Er ekki tilvalið að skella sér í hús sem er í fyrsta sæti á lista yfir ,,Most spookiest buildings in the world" til þess að fá hárin til að rísa? Það vill einmitt svo skemmtilega til að þessi bygging, sem heitir Wat Rong Kuhn, er í Tælandi. Við þangað!
Ekki nóg með það heldur ætla ég líka að bjóða Silju að koma með mér til Ko Samui (einnig í Tælandi) þar sem við getum séð múmíu af munki. Eða eins og Lonely Planet segir ,,,,I See Dead People: preserved bodies around the world" a must see experience". 


Ef þetta gengur ekki til þess að hræða hana þá verð ég að játa að Silja er með stáltaugar! 

Margt býr í myrkrinu........
-B

Thursday, October 21, 2010

Undirbúningurinn

36 dagar í brottför en undirbúningurinn fyrir ferðina er löngu hafinn

Ég fékk fyrstu bólusetningarnar í júlí og er orðin safe gagnvart lifrarbólgu A+B, taugaveiki, mænuveiki, stífkrampa og barnaveiki. Einu bólusetningarnar sem ég á eftir að fá eru fyrir Kóleru og Japanskri heilabólgu. Þarf svo að kaupa mér malaríutöflur sem ég ætla að gleypa á meðan ég er í sjálfboðastarfinu.... þær eru svo hrikalega dýrar að ég ætla að taka sénsinn með restina af ferðinni. Aukaverkanirnar af þeim eru líka svo hrikalega öflugar að ég nenni ekki að vera undirlögð af þeim í hálft ár. 

Á eftir að velja hvort ég vilji malaríutöflur sem valda því að manni verði ómótt í hita og geti fengið svakaleg útbrot af völdum hitans, eða hvort ég vilji töflur sem valda slæmum draumförum. Martraðir vs. hitaútbrot og óþægindi? Erfitt val!

Bakpokinn minn góði er kominn ofan af lofti og ég er búin að viðra hann vel.... tók hann reyndar niður í ágúst, en hvað með það, þarf maður ekki að vera tilbúinn með góðum fyrirvara?
Frekar aumingjalegur svona tómur


Vegabréfsáritun til þeirra landa sem það þarf er að skella en annars er þetta allt í góðum málum hjá okkur.

Það er greinilega farið að styttast í ferðina mína.... er búin að dreyma nokkrum sinnum að ég sé að missa af flugvélinni, að mér hafi verið rænt úti og að það hafi verið bitinn af mér fóturinn (þökk sé vini mínum sem taldi mér trú um það að fólk hefði dáið í musterinu og minnti mig á að þetta væru alltaf villidýr þó þau væru krúttleg!)

Ég er að vera klár með svaka fínan upplýsingapakka fyrir okkur Silju. Öryggisatriðin komin á hreint svo ef við deyjum úti þá vita þeir sem finna okkur hvern þeir eiga að láta vita. Er líka búin að finna helling af hlutum fyrir okkur að gera, allt frá matreiðslunámskeiðum til þess að fara á fílsbak og fallhlífarstökk (svo eru nokkrar paradísarstrendur þarna inní líka) en auðvitað verða menningarfylltir atburðir rauði þráðurinn í ferðinni. Annars verður þetta voðalega loose hjá okkur. Skellum okkur bara þangað sem okkur langar þann daginn og höfum þetta bara notalegt, ekkert strangt skedsjúal. 

Erum samt búnar að lofa hvor annarri að vera skemmtilegir bloggarar og duglegar að setja inn myndir. Lenti í því að lesa svo leiðinlegt blogg hjá tveimur dömum sem fóru saman í reisu að ég var næstum hætt við að fara! Það er náttúrulega ólöglegt að vera leiðinlegur!

Var að fá póst frá musterinu áðan. Þeir voru bara að tékka hvort ég kæmi ekki örugglega og láta mig vita að þá hlakkaði til að sjá mig. Þeir trúa því ekki hvað ég hlakka til að sjá þá! Jesús ég er eins og barn að bíða eftir jólunum.

Ferðaplanið: 
26.nóv- Kef-London
Verð hjá Bryndísi vinkonu í London í tvær nætur og ætlum við að gera einhvern andskotann af okkur þar
28.nóv- London-Mumbai, 
29.nóv- Mumbai-Bangkok
Hitti Angie í Bangkok og hún ætlar að sýna mér borgina
1.des- Mæti í musterið og verð þar næstu fimm vikurnar. Held upp á jól og áramót þar (líklega grenjandi)
8.janúar- Næ í Silju á flugvöllinn í Bangkok og ferðalagið okkar saman byrjar

Gróft plan er svona: Thailand-Laos-Víetnam-Kambódía-Bali-Ástralía-Nýja Sjáland-Ástralía-Indland-einhver borg í Evrópu-Ísland
Komum heim þegar peningarnir verða á þrotum einhverntíma á næsta ári.... ætlum amk að ná Þjóðhátíð 2011


Ekki leiðinlegt plan þetta! 

Bylgja



Tuesday, October 19, 2010

Prufa

Thailand
Vietnam
Bali
Indland
Laos
Kambódía
Ástralía
Nýja Sjáland

:) :) :) :)