Tuesday, October 26, 2010

Draugar og stáltaugar

31 dagur í brottför

Skellti mér í Ferðavernd í dag þar sem ég átti notalegt spjall við svakalega huggulega hjúkku. Hún seldi mér kóleru bólusetningu á einungis 20 þúsund krónur og sparaði okkur Silju hellings pening með því að ráðleggja okkur að kaupa malaríutöflurnar í apóteki úti en ekki hér heima. Hér heima myndi skammturinn sem við þurfum kosta 35þúsund krónur á mann en er væntanlega mun ódýrari úti í Tælandi. Takk fyrir þetta ljúfan!

Eitt djásnið
Ég er alveg svakalega spennt að fá Lonely Planet bækurnar sem ég keypti í síðustu viku en þær detta líklega inn um lúguna í lok þessarar viku eða næstu. Annars eru starfsmenn Lonely Planet mjög duglegir við að senda mér fréttabréf og segja mér hvert er best að fara og hvað gæti verið skemmtilegt að gera..... þakka þeim kærlega fyrir ábendingarnar, sérstaklega þær sem ég fékk í dag!

Silja vinkona mín er nefninlega hörkutól og ekki auðvelt að hræða hana. Amk ekki með venjulegum hryllingsmyndum eða öðru sem vekur óhug hjá flestum. Silja hefur aldrei séð hryllingsmynd sem hefur hrætt hana svo ég sagði henni að horfa á hrikalegustu hryllingsmynd sem ég hef nokkurn tíma séð! Þessi mynd gerði það að verkum að ég gat ekki sofið ein í sex mánuði, setti fótinn aldrei undan sænginni þó ég væri komin með óráð af hita og sef enn með næturljós í herberginu mínu! Ég var alveg viss um að þessi mynd væri sú rétta til að hræða Silju ef einhver hryllingsmynd ætti nokkurn tíma eftir að gera það.

Það reyndist hinsvegar ekki rétt ágiskun hjá mér. Á meðan Silja horfði á Paranormal Activity, sem gerði mér lífið leitt í hálft ár og hefur enn áhrif á mig, dó hún nánast úr leiðindum, ekki hræðslu eins og ég hafði búist við!

Ég hef því ákveðið að grípa til róttækari aðgerða og Lonely Planet gaf mér hugmynd að því sem gæti trekkst taugarnar á minni kæru vinkonu örlítið, þó ekki væri nema í smá stund.

Garðskraut í Wat Rong Kuhn

Real life experience! Er ekki tilvalið að skella sér í hús sem er í fyrsta sæti á lista yfir ,,Most spookiest buildings in the world" til þess að fá hárin til að rísa? Það vill einmitt svo skemmtilega til að þessi bygging, sem heitir Wat Rong Kuhn, er í Tælandi. Við þangað!
Ekki nóg með það heldur ætla ég líka að bjóða Silju að koma með mér til Ko Samui (einnig í Tælandi) þar sem við getum séð múmíu af munki. Eða eins og Lonely Planet segir ,,,,I See Dead People: preserved bodies around the world" a must see experience". 


Ef þetta gengur ekki til þess að hræða hana þá verð ég að játa að Silja er með stáltaugar! 

Margt býr í myrkrinu........
-B

3 comments:

  1. Hahah Bylgja mín.. Ég er ekki hrædd að horfa á hryllingsmyndir en ég er ógeðslega hrædd í draugahúsum.. Jafnvel þó þau séu fyrir börn. Og ég meina sko ógeeeeeeðslega hrædd.
    En ég er fáránlega til í þetta :) Þú verður bara að vera viðbúin því að ég rífi af þér handlegginn.. Spurðu bara Ástu hver viðbrögð mín voru við því þegar fuglinn ætlaði að stinga sér á mig í sumar (ég dó næstum sama hvað hún segir).

    :) :) :) :) :) :) :) :)

    ReplyDelete
  2. jii hvað þetta er spennó og djöfull er ég að fíla þetta blogg :P
    knús
    arna g

    ReplyDelete
  3. A huge dick in my pussy,any warm wet tounge up our arse
    and cum and pussy juice all over me. Fuck, ozzy

    Feel free to visit my web page; hcg injections

    ReplyDelete

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)