Tuesday, November 9, 2010

Ég ætla að verða.....Alvöru túristi, eða ekki?

17 dagar í brottför.... mér finnst það vera ógeðslega langt að líða, en þegar það er 7.desember og 17 dagar til jóla þá finnst mér jólin vera rétt að detta inn og jólaskapið er komið í túrbógír!

Jólatréð okkar í fyrra
Var að átta mig á því að þegar ég flýg frá London til Mumbai, 28.nóvember, þá verður fyrsti í aðventu. Ég ætla að taka með mér kertakrans í flugið og kveikja á fyrsta kertinu og maula á piparkökum með jól í hjarta. Svo dettur maður bara inn í sumarið, lengsta sumar lífs míns! Frá nóvember til ágúst. Ekki kvartar maður undan því.

Það er auðvitað hellingur sem ég á eftir að gera fyrir brottför.... ef ég þekki mig rétt þá chilla ég bara með það þangað til það eru þrír dagar í brottför og verð þá í mega panikki að redda öllu á síðustu stundu. Það er svo sem okei, bara ef ég redda öllu áður en ég fer.

Er búin að liggja yfir fínu, nýju uppáhaldsbókunum mínum (Lonely Planet bókunum) og fá skýrari mynd af því sem við erum að fara útí. Það er helling af klisjum sem hægt er að elta, auðvitað komum við til með að gera einhverjar af þeim, en annars verðum við bara í rólegheitum og ekki að eltast við þessa aðal tourist attraction staði.

Ekki eins og við verðum, eða hvað?
Fór í skátabúð og keypti mér höfuðljós og buxur sem hægt er að breyta í stuttbuxur.... ég er ekkert voðalega mikið fyrir svoleiðis buxur (eiginlega bara alls ekki) og vil helst ekki láta mig sjást í þeim, en þær eru svaka hentugar fyrir þetta og úr efni sem er eðal fyrir ferðalag á þessum slóðum. Svo veit ég ekkert hverju ég á að pakka! Ég ætlaði bara að taka góða sandala að labba á og svo sólarstrandarfötin, kjóla, hlýraboli og bikiní.... það gengur hins vegar ekki! Verð að venja mig á síðermaboli og ljótar buxur til að móðga nú ekki innfædda. Þeir eru eitthvað minna hrifnir af beru holdi nema á aðaltúristastöðunum, þar getur maður sprangað um á háum hælum og bikiníi.... einmitt svo mikið við Silja :) 

Fékk mér svaka fínan drykk í morgunmat. Kólerubóluefnifreyðidrykk með kirsuberjabragði. Ég átti í mikilli baráttu við sjálfa mig við það að reyna að halda þessu niðri. Þetta var vægast sagt ógeðslegt! En.... maður lætur sig hafa það... þetta á að koma í veg fyrir mestu niðurgangsveikindin hehe. Svo er ég að skjóta í mig einni matskeið af járndrykk á morgnana og acidophlusblablabla... töflum til að styrkja magann. 

Annars er bara brjálað að gera að hitta alla og gera sem mest áður en ég fer. Það er leikhús, út að borða, matarklúbbur, skvísudjamm og ég veit ekki hvað og hvað! Fólk lætur eins og þetta séu mínir síðustu dagar í lifanda lífi.... Mamma ítrekaði það meira að segja við mig að kaupa mér líftryggingu! Ég hef samt engar áhyggjur, er ekkert að fara að drepast þarna.... ég verð 103 ára, röflandi á elliheimili, helþvoglumælt af sherrydrykkju hehe.

Er hæstánægð með það að sameiningarviðræður HR og Bifrastar voru dregnar til baka. Hefði síður viljað koma heim og frétta það að skólinn sem ég útskrifaðist frá væri bara ekki lengur til! Þá eru þær áhyggjur frá. Best að fara að brjóta heilann yfir því hverju er best að pakka.... einhver tips? og hvar fær maður svona þurrhandklæði sem virkar eiginlega eins og vaskaskinn og er mega létt??


4 comments:

  1. Afhverju þarftu höfuðljós? og skátabuxur? Sko ég get ekki farið í skátabuxur. Geturu plís haft fund með mér þar sem ég skoða bækurnar þínar og þú segir mér hvað ég á að taka með? :)

    Annars finnst mér 17. dagar ekki vera neitt! Þú verður farin eftir augnablik og svo kem ég eftir smástund ;) jibbýýý!

    ReplyDelete
  2. Jámm... tökum fund sem fyrst :)

    ReplyDelete
  3. Hlakka til að fylgjast með ykkur skvísum! Tips með hverju á að pakka: engu! Eða næstum engu, átt örugglega eftir að skipta skátabuxunum út fyrir megaþægilegar thaibuxur sem kosta 50kall fljótlega, og bara malaríutöflum kannski :) Fínt líka að vera búin að annaðhvort ljósrita vegabréfið og trygginguna og það eða skanna það inn og eiga á email-i ef það týnist...

    ReplyDelete
  4. Sakna þín mest (mest) elsku frænka mín kossar og knús kv. Aldís

    ReplyDelete

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)