Sunday, January 30, 2011

Nokkur ord fra Chiang Mai

Jaeja orstutt faersla ad thessu sinni, myndalaus og ospennandi :)

Tha erum vid stollur komnar til nordur Thailands. Nanar tiltekid til Chiang Mai. Hingad komum vid i gaermorgun med naeturlest fra Bangkok. Keyptum okkur koju i lestinni og svo vid svafum eins og englar alla nottina. Eg gaeti alveg vanist thvi ad sofa i lestum, svo ofbodslega notalegt ad lata rugga ser svona i svefn. :)

I Bangkok gerdum vid ekki mikid merkilegt. Roltum um i hitanum. Nutum dasemdar hotelsins sem vid gistum a og eyddum ca. 10 timum i otrulega flottri verslunarmidstod! Hahah

Keyptum thar nokkrar naudsynjar.. Myndavel, sko og svona annad sem omogulegt er ad vera an i heimsreisu ;) 

Vid skelltum okkur lika i bio. Gatum thar valid ur morgum mismunandi verdflokkum og kusum ad sjalfsogdu odyrasta kostinn og saum sko alls ekkert eftir thvi. Salurinn var risastor og saetin betri en i venjulegu bioi a Islandi. Vid gatum eiginlega ekki imyndad okkur hvernig flottari salirnir litu ut thvi thessi var svo finn. 

Eg man ekki hvort vid hofum minnst a thad adur hvad kongurinn er mikid mal herna i Thailandi. Alls stadar eru myndir af honum og konunni hans, fyrir ofan vegi, a husum hja folki, verslunum og ja bara alls stadar. Folk er med allt upp i 2 metra storar myndir uti i gardi hja ser, skreyttar gulli og gersemum. Allir elska konunginn. Thad er meira ad segja ologlegt ad stiga a peningana herna uti thvi thad er mynd af kongsa a theim.. Eg get eiginlega ekki gert upp vid mig hvort mer finnist thetta skemmtilegt eda undarlegt. Kannski bara blanda af badu :)

Neeema hvad. Rett adur en biomyndin var ad hefjast byrjar allt i einu thjodsongurinn og allir standa upp ur saetunum til ad fylgjast med myndbandi ad konunginum. Myndband sem var samsett ur fjoldanum ollum af myndum af honum vid hin ymsu storf. Kongurinn ad veifa, kongurinn med kurekahatt, kongurinn med konunni sinni o.s.fr.v...
Sama sagan endurtok sig svo thegar vid vorum a lestarstodinni ad bida eftir lestinni til Chiang Mai. Thegar klukkan slo sex spruttu allir a faetur, thjodsongurinn settur i gang og myndband af konunginum byrjadi ad rulla a auglysingavegg.

Otrulega furdulegt allt saman! Vid brosum bara (holdum ad thad se i lagi), stondum og heidrum kongsa. Eg vona ad eg rekist a hann a ferdalaginu, vaeri mikid til i ad gefa honum high five. Er farid ad lida eins og eg thekki kauda utaf ollum myndunum af honum :) haha

En jaja nog af kongsa. Her i Chiang Mai hofum vid eytt timanum i ad rolta um borgina sem er alveg yndisleg og bara skodad okkur um. Loftslagid er odruvisi herna en thar sem vid hofum verid adur. Hitinn a kvoldin og morgnana er ekki eins mikill og til daemis i Bangkok tho eg myndi nu seint segja ad thad se svalt loftslag herna. Eg aetla ad kalla thetta thaegilegra, ja thad er gott ord :)
Folkid ofbodslega vinalegt og einhvern veginn minna areiti fra solumonnum og leigubilsstjorum. Husin eru falleg og umhverfid allt saman.

I dag kiktum vid i svakalega flott musteri og vorum vidstaddar thegar munkarnir hofu ad kyrja saman i kor. Mjog athyglisvert og gaman ad sja.

Nuna erum vid svo ad hugsa um ad kikja a sunnudagsmarkad sem er haldin her vikulega. Thad var verid ad setja hann upp i dag og okkur leist vel a. Hittum einmitt mann fra Bangkok adan sem er her i frii og hann maelti med thessum markadi. Sagdi ad thetta vaeri alvoru, annad en naeturmarkadurinn sem er herna daglega. Thann markad sagdi hann vera stiladan a turista og ad verdin vaeru uppsprengd. Alltaf gott ad fa rad fra innfaeddum :)

En jaeja held thetta se nog i bili. 

Takk allir fyrir ad kommenta, thad gledur okkur mikid ad fa "hae" ad heiman :)

Knus til ykkar allra :*

- Silja Margret

Thursday, January 27, 2011

Frettir fra Thailandi

Jaeja elsku vinir! Langt sidan sidast - vona ad thad seu ekki allir bunir ad gefast upp a ad kikja herna vid :)

Fra sidustu faerslu hefur margt og mikid gerst.

Vid attum dasamlega prinsessu viku a Koh Phangan thar sem vid hofdum thad huggulegt i strandkofanum okkar. Hotelid var voda vinalegt og starfsmennirnir lika. Their kunnu lika afar vel vid okkur. Hann Ning kalladi reglulega "BB" eda "Chillja" (thad virdist vera nafnid mitt herna i Thai) og hlo svo datt.
Hinn vinur okkur a hotelinu, sem vid munum ekki nafnid a, let minna fyrir ser fara en var tho alltaf nalaegur, brosandi, tilbuinn i ad faera okkur guddomlega avexti, iskaldan ol eda ljuffengar thailenskar maltidir.
Svo daglega um svona 4-5 leytid skellti vinurinn ser svo ut a strond og byrjadi ad undirbua kvoldid. Hann sopadi sandinn, setti upp luktir, mottur, bord og puda. Ekkert sma notalegt og fint. Thad maettu tho aldrei neitt serstaklega margir tharna a kvoldin en daglega var thetta gert og vid elskudum thad!

Vid a hotelinu med vinum okkar :)
Vid hittum margt skemmtilegt folk a paradisareyjunni. Sviar, Astralir, Bretar, Kanadamenn, Hollendingar, Svisslendingar, Russar, Israelar og svo maetti afram telja. Allir ad deila ferdasogum og ad hafa gaman. Thad er stor partur af gamaninu hvad madur er alltaf ad hitta ahugavert og skemmtilegt folk :)

Eitt sem kom okkur heldur betur a ovart a Koh Panghan var hvad thad var audvelt ad nalgast eiturlyf thar. Alls stadar eru skilti um hversu strangt se tekid a fikniefnamalum, kaupum, solu og neyslu og hversu hord vidurlogin eru. Samt er haegt ad panta ser jonu eda sveppasjeik a barnum. Vid letum thad ad sjalfsogdu eiga sig en odru folki fannst thetta vera frabaert.. Skelltu i sig nokkrum sjeikum a kvoldi og reyktu jonur daginn ut og inn. Thau voru nu einu sinni i frii..


Annars snyst allt a eyjunni um Full Moon Partyin fraegu. Thegar thad er ekki full moon party tha er pre full moon party, half moon party, shiva moon party og svo framvegis. Allar budir eru fullar af varningi tengdum thessu partyum og allir eru ad tala um partyin. Og i thau skipti sem ekki er tilefni til tunglpartya, tha eru sundlaugaparty og allskonar odruvisi party i gangi :) Thetta er semsagt paradisar / party eyja. 

Solbad a daginn, party a kvoldin. Ekkert svo amalegt :)


Glaesilegar, ekki satt?
Vid skelltum okkur i Pre Full Moon Party, daginn fyrir adalpartyid og skemmtum okkur alveg otrulega vel. Donsudum a strondinni vid dundrandi tonlist og spjolludum vid fullt af folki alls stadar ad ur heiminum. Onnur okkar for i eldlimbo og kveikti naestum i harinu a ser. Held thad thurfi ekki ad taka thad fram hvor okkar thad var :) haha

Svo var thad Full Moon partyid sjalft. Vid undirbjuggum okkur vel. Keyptum okkur neon skreytta boli, neonmalningu og skreyttum okkur og adra hatt og lagt. Gaetum sjalfsagt hafid mjog farsaelan starfsferil i neon likamsmalun, svo godar vorum vid! :)

Svaka finar :)
A strondinni voru tugir thusunda dansandi, hlaejandi og skemmtandi ser saman. Vid roltum tharna um og sugum i okkur menninguna (eda omenninguna) og hofdum ansi gaman af. Vorum eltar af midaldra breta allan timann, sem var ekki eins anaegjulegt, en hann meinti vel greyid - gerdi ser liklega bara ekki grein fyrir thvi hversu leidinlegur hann var.
Vid nadum tho a endanum ad stinga hann af og letum okkur svo hverfa heim i kot fljotlega sjalfar.


Vid vorum sammala um ad Pre Full Moon partyid hafi verid skemmtilegra. Thad er i rauninni alveg eins og adaldaemid, bara smaerra i snidum og thaegilegra einhvern veginn. Thad er mikid talad um ad thessi party seu haettuleg, en vid urdum ekki mjog varar vid thad. Skil alveg hvernig folk getur lent i vandraedum tharna en eg held ad thetta se allt saman spurning um ad vera ekki of vitlaus. Orlitil skynsemi hefur aldrei drepid neinn :)

Full Moon Party
En jaeja eftir ljufa prinsessu viku var kominn timi a ad faera sig um set. Khao Sok regnskogurinn var naestur a dagskra.

Fra eyjunni tokum vid stutfulla ferju yfir a meginlandid. Baturinn var an grins thannig ad thad var folk alls stadar, nema reyndar a thakinu en ad odru leyti alveg thakin folki. Okkur fannst thetta pinu vafasamt en svona er Thailand og vid lifdum thessa ferd af eins og adrar :) 
Naest tok vid rutuferd sem vid heldum ad myndi koma okkur a leidarenda. Okkur skjatladist.
Eftir um kannski 45 minutna akstur stoppadi rutan og henti ollum ut vid eitthvad skyli. Bilstjorinn sagdi ad thar myndum vid fara i annan bil sem kaemi okkur a afangastad. Vid roltum i skylid sem vid attum ad bida i og hittum thar mann sem hlo ad okkur ad eiga ekki bokada gistingu i Khao Sok og sagdi ad vid myndum halda ferd okkar afram eftir 40 minutur. Lukkulega fyrir okkur gat thessi vinalegi madur bokad fyrir okkur hotel (kemur a ovart, er thad ekki) og an nokkurs vesens vorum vid komnar med trehus sem beid okkar i regnskoginum, fyrir litinn pening.

Vid akvadum ad fa okkur i svanginn tharna i skylinu (ja svona erum vid ordnar djarfar, bordum mat fra gotusolum og allt hvad eina) og pontudum "our regular" sem eru Pad Thai nudlur fyrir Bylgju og steikt hrisgrjon fyrir mig. Allt med kjuklingi audvitad.


Nema hvad, um leid og maturinn var kominn var bilinn okkar kominn lika. Umraeddar 40 minutur urdu semsagt ad 10 minutum og vid med fullan disk af mat fyrir framan okkur. Einhver goladi a okkur a taka matinn med og adrir misstu andlitid vid tilhugsunina um mat inni i bilnum. Einhver farsi a Thailensku atti ser stad thar sem ordid "Falang" kom oft fyrir, en "Falang" thydir utlendingur a Thailensku. Ord sem vid heyrum mjog gjarnan fleygt i kringum okkur.


Nidurstadan vard einhvern veginn su ad vid attum ad taka matinn med okkur i bilinn en attum ad borda hann eins hratt og vid gatum, thvi matur er sko ekki leyfdur i thessum bilum. "Thai people hungry no eat car, falang eat fast"
Svo a medan vid reyndum ad hakka matinn i okkur a ognarhrada (med prjonum) kalladi bilstjorinn a 30 sekundna fresti hvort vid vaerum bunar og hlo svo datt. "I take food now" fengum vid svo ad heyra, svo vid rettum diskana fram, halfetna og thokkudum pent fyrir okkur.
Konurnar fyrir framan okkur fengu svo ad halda a diskunum naestu minuturnar a medan bilstjorinn brunadi um borgina i leit ad ruslatunnum.


Bilstjori thessi var tho alls ekki haettur ad gledja okkur. Hann spurdi ymissa spurninga, hlo og blastadi svo fyrir okkur thailenskri tonlist alla ferdina, sem tok alveg einhverja 3 tima. Alveg sama tho tvo ungaborn vaeru sofandi i bilnum. Ja bilnum sem tekur venjulega 16 manns en tok tharna 20+ farthega thegar mest var. Svo thegar myrkva tok skellti kallinn bara upp logregluljosi i gluggan og helt afram ad kalla reglulega "you like music?".

Thetta aevintyri endadi tho vel. Jah fyrir okkur allavega. Bilstjorinn kvadst myndu vera i astarsorg i einn dag, eftir ad Bylgja neitadi honum um kvedjukoss. Haha

Trehusid okkar i Khao Son


Tha var komid ad thvi. Okkur var fylgt i trehusid okkar i skoginum i svarta myrkri. Hljodin i skoginum eru ekkert grin. Eg er reyndar ekki fra thvi ad madur hafi adeins ykt thau i hausnum a ser tharna fyrstu klukkutimana, en thau voru samt alveg otruleg.
Konan sem fylgdi okkur bad okkur svo vinsamlegast ad hafa gluggana lokada a daginn og passa ad laesa hurdinni.. Svona svo aparnir vaeru ekki ad vaeflast i dotinu okkar!! hahah Dasamlegt!!

Kofinn leit vel ut, moskito netid gladdi okkur tho serstaklega og hugmyndin um ad komast i heita sturtu var ekki sidur anegjuleg. Hofdum nefnilega haft kaldar sturtur fram ad thessu.


Vid akvadum tho ad fa okkur ad borda og taka i spil a veitingastad hotelsins. Attum thar notalega kvoldstund thar sem vid vorum med augun uppglent allan timann vid ad greina poddur, flugur og eitthvad sem vid erum ekki vissar um hvort hafi verid ledurblaka eda furdulegur fugl. Nema hvad, kemur tha ekki thessi thviliki hvellur og BUMM - rafmagnid af!!


Tharna satum vid i svarta myrkri, enn ekki bunar ad greina hvada dyr voru allt i kringum okkur og skellihlogum. Fengum kertaljos a bordid og fregnir um ad thetta aetti nu ad vera komid i lag eftir svona 10 minutur.
Eftir 30 minutur var enn svarta myrkur og engin merki um ad ljos hefdi nokkurn timann verid a stadnum. Vid heldum thvi af stad ut i skoginn, vopnadar kertaljosi og fundum kofann okkar. Hattudum okkur thvi hlaejandi vid kertaljos, blotudum thvi ad viftan virkadi ekki og komum okkur fyrir undir moskitonetinu i hitanum.


Thvilikt romo stemning hja stelpunum :)


Eftir heldur sveitta og othaegilega nott, umkringdar skogarhljodum og ad okkur fannst, poddum, voknudum vid - enntha i rafmagnsleysi, enntha med onothaefa viftu og viti menn ekki heldur med heita sturtu thar sem vatnid er hitad upp med rafmagni. Rafmagnid kom tho a seinnipartinn thennan dag haha :) Lifid i regnskoginum - yndislegt :) 

Eftir ad hafa att hressandi kvold med gitarspili vid vardeld, dansi og glimrandi gledi voknudum vid katar morgunin eftir og skelltum okkur i ferd inni regnskoginn.

Bambusthorpid sem vid gistum i
Vid keyrdum i klukkutima, sigldum med long boat i enn lengri tima thar til vid komum ad litlu fljotandi thorpi a vatninu Cheow Lan. Bambus kofar, kanoar, skemmtilegt folk og yndisleg natturufegurd voru vinir okkar naestu tvo dagana.


Fyrri daginn forum vid i trek i gegnum frumskoginn thar sem hapunkturinn var hellaferd. Vid klifrudum, skridum og syntum i gegnum hellinn sem var otrulega langur. 3-5 metra vatnsdypi var a sumum stodum. Klettar, risa kongulaer, ledurblokur, froskar og svarta myrkur. Vid vorum alveg sma hraeddar tharna a timabilum. Hugsudum ad thetta myndi sko aldrei mega a Islandi. Engir hjalmar, oryggisradstafanir eda neitt :) haha Islensku prinsessurnar! 


En mikid otrulega var thetta gaman!! Guideinn tok sig audvitad til og akvad ad vid vaerum hentugar typur i ad strida dalitid og gerdi i thvi ad hrekkja okkur. Stoppadi mig einmitt a midri leid, setti fingurinn fyrir munninn og prumadi hatt. Thetta fannst honum svaka fyndid og ekki fannst Bylgju thetta minna skemmtilegt. 


Naetursafari, morgunsafari, fjallganga og fleiri siglingar um vatnid voru svo hluti af ferdlaginu, sem vid komum daudthreyttar en haestanaegdar ur :)


Skelltum okkur svo til Ranong eina nott thar sem vid gistum i rottuholu, forum yfir til Burma a litlum trebati til ad fa endurnyjun a visanu okkar her i Thailandi og erum nu komnar til Bangkok thar sem rottur eru vid oll raesi og folk situr i rolegheitunum med snaka a straetunum!!

Her aetlum vid ad vera i einhverja tvo daga adur en vid holdum afram leid okkar nordur i land :)



En nuna er netid buid svo thetta verdur ad duga i bili. Setjum inn myndir seinna.. Naum thvi ekki nuna :/


Endilega verid dugleg ad kommenta og vid Bylgja sendum knus yfir hafid til allra sem okkur thykir vaent um :)


Ast fra Thailandi


- Silja Margret :)

Monday, January 17, 2011

Sangkhlaburi og Koh Pha Ngan

Hljomsveitin sem eg stofnadi i Kanchanaburi
Godan daginn elsku vinir

Vid Silja kvoddum Kanchanaburi med tarum enda yndislegt ad vera thar. Stoppum klarlega thar aftur ef vid eigum leid hja. Faum okkur ol hja motorhjolaklubbsforsetanum a No Name bar og chillum a Bell's i foosball.


A leid i rutuna til Sangkhlaburi
Komnar a filsbak
Logdum af stad til Sangkhlaburi a midvikudaginn med minibus fra Kanchanaburi. Ferdin tok fjora tima og Silja var bilveik og eg var frekar traumatized thegar vid loksins komumst a leidarenda thar sem bilstjorinn keyrdi eins og brjalaedingur. Eg var i saeti thar sem eg hafdi gott sjonarhorn a hradamaelinn hja honum og thad var ekkert sem stoppadi hann fra thvi ad vera a 90km hrada i kroppum beygjum og blindhaedum upp a fjalli thar sem hamarkshradinn var 40km og auk thess var komid myrkur. Thegar vid komum til Sangkhlaburi tha hoppudum vid ut ur bilnum og badum um taxa til ad keyra okkur a P.Guesthouse, sem konan a posthusinu i Kanchan maelti med. Eg helt vid yrdum ekki eldri thegar tveir eldri menn maettu a tveimur vespum og sogdu okkur ad hoppa upp a. Allt i godu ad taka vesputaxa, en thad er kannski annad mal thegar madur er med storan bakpoka a bakinu og tharf ad treysta a alla vodva likamans til ad halda ballans a vespunni! Vid letum okkur tho hafa thad og brunudum a gistiheimilid. Thad var vodalega ljuft thratt fyrir hauskupuna sem var vid hlidina a hurdinni inn a herbergi og squirting klosettin (veit ekki hvad thau heita a islensku, haekjuklosett?) sem voru alveg ny upplifun fyrir okkur. Vid bordudum kvoldmat og forum snemma i hattinn enda bunar ad panta okkur ferd a filsbak og i bamboo rafting sem er sigling a bambusflekum nidur a. Vid vorum nu ekkert vodalega spenntar fyrir fleka siglingunni en letum okkur hafa thad.

Vid logdum af stad i siglingu a longtail bat klukkan atta um morguninn og sigldum a vatninu og skodudum risastora bambusbru. Skipstjorinn okkar stoppadi svo vid musteri og vid fengum 20minutna rolt thar, en thad var frekar litid ad sja, bara rusl og sodalegt tharna i thessum rustum.
Thegar vid vorum ad fara ad leggja af stad til ad fara a filsbakid tha kom skipstjorinn batnum ekki i gang! Vid satum roleg i ca 10minutur thangad til hann spurdi hvort einhver vaeri med sima. Sem betur fer var eg med simann minn og vinurinn hringdi a adstod. Eftir 20minutna rolegheit i batnum kom annar batur sem for med okkur lengra inn a vatnid og thad var magnad ad sigla i gegnum frumskoginn. Vid forum med bekkjabil sidasta spolinn og hossudumst eftir vegleysunni thangad til vid komum i filathorpid. A leidinni var okkur heilsad eins og thjodhofdingjum af bornunum sem bjuggu i tjoldum og bambushusum i skoginum. Thau hlupu hlaegjandi og brosandi a eftir bilnum og veifudu eins og thau gatu. Rosaleg krutt :)

Thad var magnad ad sja thessar storu skepnur sem filarnir eru og otrulegt ad prila upp a bakid a theim og setjast i hasaetin sem voru a theim. Vid satum a filsbaki i ca einn og halfan tima og gengum i gegnum frumskoginn og yfir ar. Vid Silja vorum eins og litil born, haettum ekki ad brosa og flissa yfir thvi ad vera a filsbaki. Vid bordudum hadegismat ur plastpokum vid anna og heldum svo afram inn i frumskoginn fotgangandi og odum thrisvar yfir anna.

Hrikalega gaman i bambusrafting!
Sem betur fer letum vid okkur hafa bamboo raftingid.... thetta var thad skemmtilegasta sem eg hef gert lengi!! Madurinn sem var med okkur a flekanum gerdi i thvi ad strida okkur og reyna ad hvolfa flekanum. Af theim atta flekum sem voru i ferdinni tha var klarlega skemmtilegast hja okkur! Vid klesstum thrisvar a, misstum prikin okkar i anna, bordumst vid ad halda okkur a flekanum og migum nanast i okkur af hlatri.... thvilik hamingja! Skelli inn vidjoum um leid og eg finn netkaffi her sem uploadar vidjounum lika af velinni minni. 

Komum heim a hotel gladar og katar med daginn. Akvadum ad fara til Koh Pha Ngan daginn eftir thar sem ad landamaerin til Burma voru lokud en vid aetludum ad reyna ad fa dagspassa thangad.

Hofnin i Don Sok
A fostudeginum tokum vid rutu fra Sangkhlaburi til Kanchan, straeto fra Kanchan til Bangkok og VIP rutu fra Bankok til Don Sok og ferju thadan til Koh Pha Ngan. VIP rutan var a finu verdi og ferjumidinn var innifalinn i verdinu, en vid akvadum ad gera gott vid okkur thar sem rutuferdin tok 11 tima. Saetin i rutunni voru eins og lazyboystolar og thad var an grins thjonn um bord sem let okkur fa matarpakka, safa, vatn og teppi. Tvilikar prinsessur sem vid vorum! En thad var thess virdi, gatum tha sofid almennilega i stadinn fyrir ad skrolta i einhverju rutuhraei i marga tima.

Thegar vid komum til Don Sok tha fannst mer vera sma Thjodhatidarstemming thar. Vorum a bryggju, nykomnar ur rutu a leid i ferju til partyeyjunnar.... partyid verdur bara adeins staerra en a thjodhatid thar sem buist er vid 30-60 thusund manns i fullmoon partyid sem verdur herna 19.januar.
Siglingin tok 2 og halfan tima og vid tokum bekkjabil fra hofninni i Thong Sala til Haad Rin thar sem vid gistum. Gengum um baeinn i steikjandi hita med bakpokana a bakinu og vorum frekar hraeddar um ad fa ekki gistingu thar sem ad allt virtist vera fullbokad fyrir partyid. Fundum loksins svakalega huggulegt hotel a rolegri strondinni sem heitir Sea Side guesthouse. Mjog naes herbergi og aedislegur chill veitingastadur med hengirumum, dynum, pudum og litlum bordum.

Komnar til Koh Phangan
Dvolin a Koh Pha Ngan verdur prinsessuvikan okkar Silju. Akvadum thad thegar vid komum en vid aetlum ad vera herna i eina viku og fara svo i Kao Sok thjodgardinn eftir 22.jan. Eg tharf lika ad krossa landamaeri eda finna immigration office thar sem visad mitt rennur ut 27.januar. Forum svo til nordur Thailands i februar. 

Bikinivax i Thailandi. Ekki fyrir vidkvaema eda teprur :)

Thar sem vid erum nu komnar a strondina og madur er buinn ad vera litid a sundfotum undanfarid tha akvad eg ad skella mer i bikinivax til ad vera haef a strondina. Vid gengum um allan baeinn i leit ad snyrtistofu, ekki thad ad thad se ekki allt morandi i theim, onnur hver bud er snyrtistofa, en thad eru vist mjog faar sem taka ad ser ad framkvaema bikinivax. Loksins fundum vid snyrtistofu thar sem eg gat fengid vax. Indael kona a fimmtugsaldri baud mer ad setjast a bakvid litid skilrum i stol sem liktist meira pyntingartaeki en stol a snyrtistofu. Eg spurdi hana hvort thad thekktist ekki hja thailenskum konum ad fara i bikinivax og hun sagdi ad faestar konur paeldu neitt i thvi. Tok tho fram ad ,,she took care of herself" og vaeri mjog hrifin af bikinivaxi. Hun var thad svo sannarlega og reif nidur um mig bikinibuxurnar, skellti miklu magni af barnapudri a mig og klappadi svo pjollunni a mer eins og gomlum vin! Hun bad mig um ad adstoda sig og halda vid a medan hun baeri a mig vaxid og rifi strimilinn af. Eg vildi olm hjalpa henni thar sem mer leist ekkert a thetta iskalda vax sem virtist vera sirop sem hun smurdi a mig. Eg var skithraedd um ad missa snilla og barmana thegar hun faeri ad rifa thetta af mer med taustrimlinum sem hun var med i hondunum. Thratt fyrir miklar ahyggjur (ja og toluverdan vandraedagang i mer thegar hun od ohraedd i mitt allra heilagasta) tha helt eg snilla og bormunum og satt best ad segja tha var thetta kalda vax og taustrimlarnir miklu sarsaukaminni en heita sukkuladivaxid heima! 1-0 fyrir Thailandi :)   Hahahah! Vonandi var thetta ekki of mikid fyrir ykkur, vard ad deila thessu :)

Sundlaugarparty i gaer a Coral sem vid letum okkur ad sjalfsogdu ekki vanta i. Fatt skemmtilegra en ad dansa a sundfotunum vid tryllta tonlist og drekka whiskey ur fotum! Eg var meistari meistaranna i hanaslagskeppni sem fram for i sundlauginni og uppskar sprungna vor og vott af glodurauga eftir thad. En eg meina, madur verdur ad forna ser :)

Rolegheit a Koh Pha Ngan thangad til 22.jan thegar vid forum aftur yfir a meginlandid. Thangad til liggjum vid a strondinni og latum solina kyssa okkur asamt thvi ad smakka a ljuffengum kokteilum (og fordast ad fa kokoshnetur i hofudid eins fyrsta daginn okkar herna thegar fimm risa kokoshnetur duttu ur trenu fyrir ofan okkur og lentu ca 2 metrum fra okkur! Tha hefdi ferdin liklega ekki verid lengri)

Kossar heim til ykkar elskurnar okkar
kv.Bylgja

Wednesday, January 12, 2011

Heimsokn i Tiger Temple :)

Hae elsku vinir!

I gaer skelltum vid Bylgja okkur i heimsokn i Tiger Temple. Bylgja svaka spennt ad syna mer heimkynni sin, sidustu 5 vikurnar og eg ekki minna spennt ad fa ad sja thetta allt saman.

Eg med 2 vikna gamlan tigrisunga :)
Thegar vid komum fyrir utan musterid var thar einn af starfsmonnunum ad huga ad Tigrisunga sem var eitthvad i kringum 2 vikna gamall. Um thad bil saetasta dyr sem eg hef sed. Thad er ekki venjan ad ferdamenn fai ad komast svo nalaegt thetta ungum dyrum en haldidi ekki bara ad eg hafi fengid ad halda a kruttinu. Alltaf gott ad thekkja Bylgju, eda BB eins og hun er kollud i TigerTemple. Vid erum einmitt naskyldar ef einhver fra musterinu spyr. Systur, fraenkur eda vinkonur. Bylgja var ekki alveg nogu dugleg ad segja somu soguna en hun var buin ad boda komu mina sem skyldmenni til ad reyna ad fa afslatt fyrir mig inn i TigerTemple :) Verdur samt fint ad fa ad verda bara vinkona hennar aftur nuna, hitt var ordid full ruglingslegt fyrir minn litla koll haha :)
2 vikna unginn


Eg borgadi tho fullt verd inn i gardinn sem er 600 baht (ca. 1800 isl.kr) og Bylgja var midur sin yfir thvi. Fannst thetta vera otrulega dyrt. Eg, thessi sem er nykomin fra Islandi thar sem madur borgar 1200 kronur i bio, var hinsvegar ekkert ad spa i thessu - var a theirri stundu enn i skyjunum eftir ad hafa litla tigrisungan i fanginu :)

Jaja, Sillis bara ad chilla med Tigrisdyri!
Thegar vid vorum komnar inn i gardinn benti Bylgja mer a hin og thessi dyr sem bua i gardinum. Buffaloar, hestar, beljur, dadyr, falki, pafuglar og endalaust vaeri haegt ad telja upp af dyrum sem hafa verid nagrannar hennar sidustu vikur - svona grinlaust tha ganga dyrin bara frjals um lodina. Upp vid husid hennar og allt hvad eina!

Eftir sma gongutur spyr svo Bylgja mig hvada dyri eg vilji fa mynd af mer med fyrst. Tha vorum vid bara komnar ad tigrisdyrunum og ef hafdi ekki tekid eftir theim!! Var tharna med tigrisdyr allt um kring, svona kannski 4 metra fra mer! Frekar fyndid :)

Eg stillti mer upp med nokkrum tigrisdyrum, klappadi theim a bakid og teknar voru myndir. Get ekki neitad thvi ad eg var pinu hraedd fyrst.. Spurdi nokkrum sinnum hvort eg aetti i alvorunni ad snerta dyrid, hvort thad vaeri alveg i lagi :) haha otrulegt alveg hreint!

 A leidinni i gilid, munkurinn, tigrinn og eg ! Basic :)
Naest la leid okkar nidur i gil thar sem ferdamenn fara i rodum a eftir tigrisdyrunum. I rodinni faer madur ad halda i tigrisdyr, klappa thvi a bakid og tha er tekin mynd. Allt i kring eru audvitad starfsmenn sem gaeta thess ad rett se farid ad ollu thvi eftir allt saman tha eru thetta audvitad villt dyr sem geta radist a mann hvenaer sem er!


Eg fekk ad heyra ad eg vaeri hlydin turisti, gerdi allt sem eg aetti ad gera :) (Reyndar var thad Bylgja sem sagdi mer thad, en eg held lika ad hun viti allt best tharna! :))

Nidri i gilinu eru enn meiri myndatokur med dyrunum thar sem thau liggja og hvila sig. Thetta er a heitasta parti dagsins og thad er i edli dyrana ad sofa a theim tima. Thau svafu og eg svitnadi i hitanum. Allt eins og thad a ad vera :)

Bylgja er adeins meira pro en eg :) haha
Eftir myndatokuna, thar sem vid vorum teknar fram fyrir radir thvi Bylgja er svo mikid VIP fengum vid ad heimsaekja 1.5 manada gomul dyr. Jesus godur hvad thau eru mikil yndi. Litlir malandi kettlingar. Venjulega kostar 1000 baht ad fa ad fara i burin til litlu dyrana en vid fengum ad fara thangad okeypis. Aftur VIP medferd i Tiger Temple. Var ekki ad hata thad :)

Eg med 1.5 manada tigur :)















Thad kom mer ekki a ovart ad Bylgja virdist vera vinsaelasta manneskjan a svaedinu. Allan daginn var folk ad koma upp ad henni, knusandi hana og spyrjandi hvenaer hun kaemi eiginlega aftur. Ekki svo vitlausir thessir Thailendingar :) haha

Allir vildu mynd med BB :)


Jaeja. Naest fylgdist eg med tigrisdyrunum leika ser. Tha var folk med eitthvad dot a priki sem tigrisdyrin hoppudu og dongludu i. Syntu i vatninu og leku ser hvort vid annad.

Eg held eg hafi ekki haett ad brosa allan timann sem eg var tharna!

Eg taladi vid munk, fekk handsleik fra dadyri, tok fullt af myndum, skodadi musteri og skemmti mer hreinlega konunglega! Otrulega godur dagur :)

Svo thegar vid erum ad fara hittum vid yfirmann a svaedinu. Bylgja spjallar vid hann og thegar hann komst ad thvi ad eg hafi borgad fullt verd inn fannst honum thad alveg hreint omogulegt. Hann reif upp veskid, endurgreidir mer og let Bylgju hafa auka 400 baht fyrir farinu heim!! Svo thad ma eiginlega segja ad vid hofum fengid borgad fyrir ad heimsaekja musterid :) haha

Far heim fengum vid med Chicken Man en thad er madurinn sem kemur med kjuklinginn fyrir tigrisdyrin og allir thekkja hann bara sem Chicken Man. Starfsfolk, baejarbuar og adrir bilstjorar. Frekar fyndid :) En tha aftur a moti hef eg alveg lenti i thvi oftar en einu sinni ad vera kollud Adalskodun eda ungfru Adalskodun thegar eg hef verid a djamminu :) hahah

Eg held ad mamma, amma og fleiri vaeru anaegd med Chicken Man. Hann er aldrei ad flyta ser. Keyrir bara a 60-70 thar sem flestir keyra a tvofoldum theim hrada. Thad toku bokstaflega allir frammur okkur a medan vid lolludum leidina heim til Kanchanaburi :)

I gaerkvoldi forum vid svo ut ad borda med vinum Bylgju ur TigerTemple og planid var ad eiga svaka fjorugt kvold uti a lifinu, svona sidasta kvoldid okkar i Kanchan. Thad for svo ad eg var vid thad ad missa medvitund i matnum og var skridin uppi rum fyrir 9, aetladi bara aaadeins a leggja mig svo eg gaeti tekid thatt i gledinni.
Huggulegt hja stelpunum :) Saum einmitt fyrstu rottuna okkar i Kanchanaburi a thessum veitingastad!
Thad for svo ad eg vakandi eldhress klukkan sjo i morgun! Get ekki sagt eg kvarti yfir thvi. Held thetta hafi verid skynsamlegasta akvordun lifs mins. Sama tho Bylgja hafi komid heim eldhress um eittleytid, buin ad eiga heljarinnar kvold thar sem hun trod upp med hljomsveit, song og tok i hristur. Held ad thad hefdi verid of mikid fyrir mig, sama tho Asiu Silja hefdi latid sja sig :) Sjaum til eftir nokkrar vikur haha :) :)

I dag er forinni heitid til Sangkhlaburi, sem er vid landamaeri Burma. Thar aetlum vid ad leika vid fila, fara i Bamboo Rafting, skoda okkur um og njota lifsins :)

Thangad til naest..

- Silja Margret :)
hallo hallo :)

Ps. endilega haldid afram ad vera dugleg ad kommenta :) Til thess ad gera thad ytid thid a komment eda kommentafjoldann. Thar er svo thaegilegast ad velja Name/URL og thar a ad vera nog fyrir ykkur ad skrifa nafnid ykkar og svo komment i kommentadalkinn :)
Svo er lika haegt ad velja bara anonymous og enda kommentid a nafninu ykkar ef thad er skyrara fyrir ykkur :)

Monday, January 10, 2011

Dagurinn i dag er glaenytt aevintyr :)

Jaeja jaeja, aetli thad se ekki kominn timi a nokkur ord fra mer :) Pabbi vill meina ad oll thjodin se ad fylgjast med og tha er eins gott ad standa sig!! haha

Ferdalagid mitt hofst seinnipart fimmtudags og byrjadi a thvi ad ipodinn minn akvad ad haetta ad virka thar sem eg sat i leifsstod haestanaegd med nyju heyrnatolin sem eg var ad fjarfesta i. Mer fannst thad engin snilld en akvad ad trua thvi ad fall vaeri fararheill og akvad ad heyrnatolin myndu bara nytast mer vel i flugferdunum sem framundan vaeru.

Kat og glod settist eg i gluggasaetid mitt, framarlega i velinni og hugsadi med mer ad thetta vaeri nu aldeilis fint. I somu andra kemur thessi lika vingjarnlega kona og spyr hvort eg gaeti mogulega faert mig aftar i velina i gangsaeti, svo ad oll fjolskyldan theirra gaeti setid saman. Med falskt bros a vor let eg sem thad vaeri ekkert mal og skipti um saeti.
Lukkudyrid sem eg er eignadist thar med sessunauta i formi kaerustupar fra oraedu landi sem skiptist a ad kyssast og grata alla leidina. Med ogedfelldum snytum inna milli, thar sem thau blesu hori i tissju til skiptis. Frekar furdulegt allt saman. Eg reyndi eftir bestu getu ad horfa framfyrir mig a skemmtiefnid sem stytti mer stundir a leid minni til London.

Thegar til London var komid gekk allt eins og i sogu. Hotelid var dasamlegt. Gat thar valid ur fimm mismunandi gerdum af koddum og mer leid eins og prinsessu thar sem eg eyddi kvoldinu minu undir saeng ad glapa a breskt sjonvarpsefni og gaeddi mer a islenskri samloku og islensku vatni. Fannst tho tilhugsunin um ad eg vaeri ad eyda fyrsta skiptinu minu i hofudborg breska hreimsins, ein i kosyheitum, eitthvad rong. Baeti klarlega ur thvi sidar :)

Jaeja morgunin eftir tek eg leigubil uppa flugvoll. Bilstjorinn var indverji sem var svaka spenntur yfir thvi ad eg myndi millilenda i Mumbay. Hann var lika mjog ahugasamur um Island. Minntist serstaklega a thad hvernig hann var fastur i Indlandi i vor, vegna eldgossins a Islandi. Flott thad. Afram Island.

Og tha byrjadi gamanid! Thegar eg maeti a Heathrow er heljarinnar long rod til ad tekka sig inn i flugid til Mumbay. Eg skellti mer i rodina, hvitasta manneskjan a svaedinu, og bid thar i godan halftima thar til eg er loksins fyrst i rodinni. Tha kemur til min starfsmadur sem bidur mig vinsamlegast um ad fara a annad check-in, hinum megin i salnum.
Ekkert mal, check-inid sem umraeddi var fyrir gesti a fyrsta farrymi og eg get ekki neitad ad raudur dregill heillar mig alveg.

Eg var ekki lengi i paradis. Tveir flugvallarstarfsmenn tjadu mer thad ad eg maetti bara ekkert fara til Bangkok. Ja takk, einmitt thad.
Astaedan var su ad eg atti ekki mida ut ur landinu aftur og var ekki med visa aritun sem leyfdi mer ad dvelja i landinu. Eg tjai theim nu ad thetta se vitleysa i theim, eg thurfi thetta ekki, eg fai sjalfkrafa landvistarleyfi i einhverjar vikur vid komu mina til landsins. Nefni mali minu til studnings ad vinkona min se komin ut og hun hafi komist til Thailands an nokkurs vesens. Konurnar (sem tharna voru ordnar 3), fullvissar um mal sitt, segja mer tha ad Bylgja hljoti hreinlega ad hafa thurft ad kaupa ser mida fra Thailandi aftur - reglur seu reglur og theim beri ad fylgja theim.
Thessa vitleysu thurfti eg ad hlusta a i um thad bil klukkutima thar til annan starfsmann bar ad gardi sem spurdi mig hvort eg vaeri med kreditkort a mer. Eg svaradi thvi audvitad jatandi og tha sagdi hann Yes Yes no problem og viti menn Silja var komin med brottfararspjald i hendurnar. Mikid var mer illa vid thessar blessudu konur, serstaklega thegar ein theirra sagdi mer ad ISL vaeri bara ekki til i kerfinu, en i vegabrefinu stendur ad eg se fra ISL. Eg stakk upp ad hun profadi IS og hey allt i einu var Island til aftur.

Thar for huggulegi morguninn sem eg aetladi ad eyda a flugvellinum i morgunverdi og budarapi. Eg fekk ad gjora svo vel ad fara beint i boarding. Saeti 57H takk fyrir pent. 61 rod i flugvelinni og eg fekk ad sitja naestum thvi aftast.

Eg kvarta tho ekki yfir flugferdinni fra London til Mumbay. Thar sat eg vid hlidina jakkafataklaeddum Indverja sem thordi ekki ad yrda a mig fyrr en eftir tvo viskyglos, tha vildi hann olmur ad eg fengi mer i glas med ser, eda svo skildi eg takmorkudu enskuna sem hann taladi i svipadri tonhaed og eg myndi hvisla.
 Flugid var annars mjog ljuft. Rumgod og notaleg saeti og thegar eg settist fekk eg heitan klut til ad thvo mer i framan og um hendur. Serstok fjarstyring og skjar var i hverju saeti thar sem allskyns afthreying var i bodi.. Glaenyjar biomyndir, tolvuleikir, timarit og fleira.
Maturinn var heldur ekki af verri endanum. Tvaer flottar maltidir, med eftirrett. Hnetur og ju ju ispinni voru lika svona inna milli retta. Svo voru drykkir eins og madur gat i sig latid, oafengt eda afengt eftir thvi sem folk vildi. Mer vard hugsad til islensku flugfelaganna thar sem madur getur splaest i samloku a 800 kronur eda eitthvad alika. 1-0 fyrir Jet Airways!

Thegar eg lenti i Indlandi vorum vid a eftir aetlun. Ollum sem voru a leid til Bangkok var flytt ad oryggishlidinu thar sem vid fengum ad bida i heillangan tima a medan oryggisverdir vopnadir velbyssum stressudu sig yfir seinkuninni. Vid erum ad tala um thad ad eg fekk ekki einu sinni ad pissa a milli fluga thvi vid thurftum ad flyta okkur svo mikid. Ju einmitt flyta okkur ut ad bida eftir rutunni sem flutti okkur um thad bil tuttugu minutur fra flugvellinum, thar sem velin okkar beid a myrkvudu plani sem leit ut eins og ruslahaugur.

Thad var a thessu momenti sem eg attadi mig a thvi hversu langt eg var komin ad heiman. Eg let thad tho ekki a mig fa, huggadi mig tilhugsunina um ad eftir ca 5 tima yrdi eg komin til Thailands, buin ad knusa Bylgju mina i drasl, tilbuin i ad hefja aevintyrid okkar :)

Flugid gekk vel med enn annarri maltidinni. Mer fannst talsvert fyndid ad vera ekki einu sinni lent i Asiu og tharna var eg ad gaeda mer a thridju asisku maltidinni. I thessu flugi var eftirretturinn einmitt nudlur i einhverri sykurmjolk. Maeli ekki med thvi.

Jaaaaeja! Eftir langt ferdalag var eg lent i Bangkok thar sem hlutirnir foru loksins ad ganga eins og i sogu (thurfum ekkert ad minnast a thad hvernig eg villtist adeins a flugvellinum og thordi ekki ad fara ur flispeysunni af otta vid ad modga einhver truarbrogd eda hefdir med berum upphandleggum). Eg hitti Bylgju mina skaelbrosandi vid hlidid og tha einhvern veginn vard thetta allt thess virdi. Komin til Thailands, allt gekk upp og heimsreisan var byrjud! :)

Med ologlegum leigubil forum vid um tveggja tima ferd til Kanchanaburi og borgudum einhvern 3000 kall fyrir. Algjort ran fannst Bylgju en tho agaett thar sem hun nadi ad laekka fargjaldid ur 2500 baht nidur i 1800 baht adur en vid logdum i hann. Stelpan kann sko ad prutta. Eg laeri thetta vonandi a naestunni haha :)

Satt a leidinni i Tesco (KFC) med hlidarvagni a Vespu!!
Umferdin her i Thailandi er vaegast sagt ahugaverd. Her virdast ekki vera neinar serstakar reglur.. Amk ekki hvad hradatakmarkanir vardar. Svo er ekki oalgeng sjon ad sja 3-4 saman a einni vespu. Sa einmitt 3 krakka, svona 10 ara a runtinum herna i gaer. Allt mjog frjalslegt. Thetta er umferd sem ad minn kaeri vinur Johnny myndi soma ser vel i :) hahah




Vid komumst a leidarenda og a hotelid sem er dasamlegt. Litil hus i fallegum blomagardi thar sem froskar, edlur, fidrildi og oteljandi tegundir fugla halda okkur felagsskap. Serstaklega verdur madur var vid thessa nagranna a nottunni, en hljodin i thessum dyrum eru otruleg. O svo vinalegt :)

Asiu Silja med blomaneglur ad hafa thad huggulegt
Sidan eg kom hingad hofum vid brallad ymislegt. Nuna er eg til daemis med snyrtar hendur og faetur og skarta noglum med blomamynstri. Svo litid eg en hvad gerir madur ekki i heimsreisu :) Vid Bylgja kollum thetta Asiu Silju. Hun er a koma a ovart skal eg segja ykkur!

Bylgja a 2 leveli i Erawan Waterfalls
      






I dag eyddum vid deginum sem turistar. Vid heimsottum Erawan Thjodgardinn thar sem vid klifum fjall i frumskoginum og lekum okkur i fossum. Thvilik dasemd sem thessi gardur er. 7 level af fossum og natturufegurd. Flottara eftir thvi sem madur fer ofar.
Bylgja med nart fiskunum :)
I fossunum var svo fjoldinn allur af fiskum sem dundudu ser vid ad narta i lappirnar a sundgestum. Virkilega furduleg tilfinning ad lata eta sig svona. Thetta a vist ad vera voda gott fyrir hudina og sogaedakerfid. Svo thar sem vid satum i vatninu a  4. leveli ad leyfa fiskum ad narta rek eg augun i thessa lika storu edlu sem var bara eitthvad a vappinu tharna. Graen, svort og mjog ohugnaleg fyrir saklausar, blaeygdar islenskar stulkur. Thvilik upplifun sem thessi gardur var. Ljufa lif!

Ja og tharna roltum vid upp og nidur fjoll a sundfotum einum fata. Talandi um Asiu Silju :) hahah

Naest la leid okkar ad The Death Railway. En thad eru jarnbrautarteinar sem voru lagdir her i Thailandi i seinni heimstyrjoldinni. Um 200.000 stridsfangar sau um bygginguna og um 100.000 letu lifid vid framkvaemdina. Otrulegt mannvirki i afar fallegu landslagi.
Tharna erum vid i stridsfangahellinum Krasae Cave
Vid ferdudumst svo med eldgamalli lest a gomlu teinunum. Nett hraeddar en lifdum thad af eins og annad, hingad til :)

Ferdin endadi svo a thvi ad vid skodudum bridge over the river Kwai, sem er bru sem thessir stridsfangarnir byggdu lika. Vid kiktum svo a hersafnid herna i Kanchanaburi og fylgdumst med solarlaginu af thaki hussins. Mjog flott og vid alveg bunar a thvi eftir vaegast sagt frabaeran dag :)

Eftir goda sturtu (iskalda, en eins og Bylgja ordadi thad thegar hun lysti herberginu okkar fyrir mer, friskandi og hressandi - yeeeah right!!!) var adeins kurt adur en haldid var ut a nyjan leik.

Nuna bidur Bylgja eftir mer a motorhjolapubnum a moti netkaffinu thar sem thessi faersla er ad taka talsvert lengri tima en planid var haha :) Fra svo morgu ad segja!

En svona til ad taka thetta allt saman, tha er lifid her i Thailandi aldeilis ad leika vid okkur. Vedrid, folkid, maturinn (lika KFC-id) og bara allt er dasamlegt. Svona a thetta ad vera!

A morgun er thad svo heimsokn i Tiger Temple ad klappa Tigrunum :) Thad verdur klarlega god skemmtun og mikil upplifun!

TAKK fyrir ad lesa thessa longu bunu og endilega skellid inn kommenti. Thau gledja okkur voda mikid :)

Milljon knus a klakann!

- Silja Margret :)

Saturday, January 8, 2011

Fyrsta kafla lokid

Godan daginn og gledilegt nytt ar! Hvort sem thad er 2011 heima eda 2554 herna hja okkur i framtidinni.

Sidasti dagurinn minn i Tiger temple var i gaer svo fyrsta kafla ferdarinnar er lokid. Eg kvaddi med tarin i augunum og skildi loksins hversu erfitt er ad fara fra tigrisdyrunum og sumir sjalfbodalidar koma aftur og aftur eda framlengja timann sinn thar. Otrulegt hvad madur verdur hadur dyrunum a ekki lengri tima en fimm vikum. Thetta var aedislegur timi og eg aetla klarlega thangad aftur, amk i naestu viku med Silju og svo vonandi aftur sem sjalfbodalidi. A eftir ad sakna Apo mest en thad er magnad hvad hun vard haend mer.
Ad leika vid Apo sidasta daginn minn



Fekk far til Kanchan med huggulegum ca 56 ara gomlum leigubilstjora sem var frekar fataekur a tennur en sparadi ekki brosid. Thratt fyrir thad ad billinn hafi ekki komist hradar en 50km tha lagdi hann helling upp ur graejunum. Hann skellti geisladisk i graejurnar fyrir mig sem a var horku remix, liklega eftir hann sjalfan, sem entist i heilar 37 minutur! Bassaboxid var ekki af verri endanum en eg er med marblett a bakinu thar sem ad bassinn bardi a bakinu a mer allan leidina i baeinn. Thegar eg loksins taladi tha var eins og roddin a mer hefdi verid pimpud upp med tolvueffecti thar sem titringurinn var svo mikill. Gamli var ekkert ad drifa sig i baeinn, eg var svo sem ekki a hradferd sjalf, en thegar heyvagn tok framur okkur tha fannst mer thad heldur mikid. Hann Mr. Da var helviti hrifinn af mer en mer skildist thad a taknmalinu ad honum fyndist eg falleg. Hann reif svo upp simann sinn og smellti mynd af mer og eftir ad hafa gefid med nafnspjaldid sitt tha vildi hann endilega fa simanumerid mitt. Eg var ad bida eftir simtali fra Silju svo eg var med simann minn i hondunum og gat ekki logid mig ut ur adstaedunum. Hann reif af mer simann, slo inn numerid sitt og hringdi...... eg hef sjaldan verid jafn anaegd med ad vera innistaedulaus!
Thegar vid loksins komum til Kanchan (eftir klukkustundaferd sem undir edlilegum kringumstaedum a ad taka 30-40 min), tha stoppadi hann bilinn og horfdi blidlega a mig. Eg bjost vid thvi ad hann myndi vippa ut a ser vininum og bjoda mer ad borga i blidu! Sem betur fer gerdist thad ekki, en hann horfdi dreyminn a mig og sagdi svo: Call me!
19 daga krili ad fa pelann sinn

Ekki slaemt thetta. Kannski eg fai hann til ad vera einkabilstjorinn okkar Silju thegar vid forum a flakk.

Pantadi herbergi fyrir okkur Silju a Chitanun thar sem herbergin eru hrein og hugguleg, engin fukkafyla og bedbugs eins og a Jolly Frog. Pantadi minibus klukkan 5:30 i morgun til ad saekja Silju a flugvollinn. Ferdin i minibussinum var ekkert lik theirri sem eg var i med Mr.Da i gaer!

Skemmtigardar med hrikalega russibana geta skammast sin thegar minibus ferdin er borin saman vid russibanana thar. Eg byrjadi a thvi ad samhaefa alla vodva likamans til ad koma kaffinu minu ofan i mig en ekki ofan a mig en thad var haegara sagt en gert! Fyrir einhverja mikla lukku kom eg meirihlutanum af kaffibollanum ofan i mig, tho med thvi ad brenna mig a vorunum, tungunni og alla leid nidur i maga. Eg hafdi hugsad mer ad leggja mig a leidinni til Bangkok, en thad var ekki inn i myndinni. Bilstjorinn let eins og hann aetti goturnar og til thess ad tapa ekki gedheilsunni eda fa vaegt taugaafall tha setti eg slokunartonlist a i-podinn og bardist vid ad halda morgunmatnum ofan i mer.

Eg er buin ad atta mig a thvi hvers vegna allir bilstjorar i Thailandi eru med blomakransa um baksynisspegilinn sinn til heidurs bilagydjunni.... thad er enginn mannlegur kraftur sem kemur i veg fyrir storslys i thessu chaosi!

Eg komst lifandi ut ur minibussinum, tok skytrain a flugvollinn og beid eftir ad Silja min leti sja sig. Thegar eg loksins sa hana thurfti eg ad snua mer undan og kyngja kekkinum sem threngdi ser upp i halsinn a mer. Rosalega var gott ad fa hana! Hun skellir liklega inn bloggi af ferdasogunni sinni en hun lenti i sma veseni i London.
Loksins sameinadar!!



Vid tokum taxa til Kanchan og aetlum ad hafa thad huggulegt i dag. Verdum her i amk fjora daga og svo er stefnan sett a Suphan Buri sem er thailenskur baer rett vid landamaerin til Burma. Ef vid verdum heppnar verda landamaerin opin og vid getum fengid dagspassa til Burma. I Suphan Buri aetlum vid i bamboo rafting, a filsbak og hafa thad huggulegt i litlum bambuskofum!

Nyfaedd tigrisdyr!

Eins og alltaf.,..... kossar og knus heim! Yndislegt ad fa Silju til min, maettu alveg vera fleiri godir vinir herna, Asta: er ekki audvelt ad breyta sidustu onninni i fjarnam?

Bylgja