Wednesday, March 16, 2011

Nah Trang

Jaejaaa!
Thegar Bylgja kvaddi ykkur sidast vorum vid a leidinni til Nah Trang, sem er huggulegur strandbaer herna i Vietnam. Svo huggulegur ad planid okkar um ad vera thar i viku hefur lengst orlitid, thvi her erum vid enn, 11 dogum seinna!

Fyrsta deginum okkar her eyddum vid a strondinni en strondin herna er eins og a postkorti. Hvitur sandur og taer sjor. Vid elskudum thetta! Lagum i solinni, fullkomin golan kaeldi okkur nidur, svo ekki vard of heitt og svo lekum vid okkur i sjonum eins og litlir krakkar.

Strondin okkar :)

Vid hofdum fylgst med fullt af folki leika ser i oldunum eins og thad vaeri bara minnsta mal i heimi. Vid akvadum svo ad lata vada sjalfar - Bylgja halfhraedd vid hafid og eg, algjor byrjandi i olduleikjum. Eg skal sko segja ykkur thad ad thessar oldur herna eru sko enginn barnaleikur - vid hofdum ekki vadid langt thegar oldurnar hofdu hent okkur aftur upp a strond, thar sem vid lagum i hlaturskasti i sandinum.
Vid letum tho vada aftur og nadum talsvert betri arangri en i fyrstu tilraun. Mikid sem vid skemmtum okkur vel - med sundfotin stundum ekki alveg rett stadsett (sennilega thad fyndnasta sem eg hef sed) og med sand a otrulegustu stodum. Uppur komum vid svo skellihlaejandi, med blaedandi sandsar og alveg faranlega gladar med lifid. Skelltum okkur a bekkina og leyfdum solinni adeins ad vinna i brunkunni. Thad styttist ju i heimfor og thvi kominn timi a ad safna sma lit :)

Thegar upp a hotel var komid trudi eg ekki minum eigin augum. I fyrsta lagi var eg svo solbrunnin ad eg hef aldrei kynnst odru eins. Ja, sjor, fullkomin gola og solskin eru vist ekkert besta blanda i heimi - thratt fyrir ad vera utmakadar i solarvorn. En ekki nog med thad, tha hafdi harid a mer skipt um lit - a einum degi! Um kvoldid var andlitid a mer ordid half fjolublatt a litinn og harid var hvitt. Eg hef att betri daga, thad verdur ad segjast ;) haha

Thad tharf liklega ekki ad taka thad fram ad naestu dagar voru lausir vid heimsoknir a strondina og inniheldu talsvert mikid af aloe vera. En thetta hefur sem betur fer jafnad sig nokkud vel. Sma hudflagn og litabreytingar eru ekki eins dramatiskar og thaer byrjudu og heimsoknir a strondina eru nuna ordnar ad daglegu amstri. Lausar vid bruna, audvitad. Fyrsti dagurinn voru byrjendamistok sem ekki verda endurtekin.

Ad leyfa ser adeins.. kaka og hvitvin a strondinni :)
Annars hefur lifid her i bae gengid nokkud ljuflega. Her er dasamlegur matur og vingjarnlegt folk. Vid hofum tho fengid talsvert mikid af vidvorunum um ad ganga alls ekki med toskur a okkur og reyna ad takmarka thad sem vid hofum med okkur thegar vid forum ut, thvi ran eru mjog algeng herna og thad eru daemi um ad konur hafi hreinlega daid thegar thaer hafa ordid fyrir bardinu a thjofunum. Vid forum thvi ad ollu med gat og possum ad vera ekki einar a ferd, seint a kvoldin.

Thad var einmitt seint um kvold sem vid kynntumst "mommu", sem er kona sem rekur matsoluvagn herna i bae. Vid vorum a leid heim thegar vid akvadum ad koma vid a thessum matarvagni til ad kippa med okkur einu baguetti i nesti. Tharna var tho ekkert baguette ad fa en tveir menn, annar fra Astraliu og hinn fra Sudur Afriku - fullyrtu ad tharna fengjum vid besta vietnamska matinn i baenum. Vid letum ekki segja okkur thad tvisvar, fengum okkur saeti og bidum eftir kraesingunum. Thetta var sko alls engin lygi - Astralinn sem hefur buid i Vietnam i fjolda morg ar maelti med "steak and egg" og gud minn godur hvad thad bragdadist vel. Eg fae eiginlega bara vatn i munninn vid tilhugsunina! Bylgja gaeddi ser a nudlum sem voru lika dasamlegar og vid vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur og aftur og aftur.
Bylgja, niraeda vinkonan, Peter fra OZ og "Momma"
Vid satum tharna dagoda stund med "mommu", monnunum tveim, niraedri konu sem byr hja "mommu" og fleiri heimamonnum og spjolludum um daginn og veginn. Thegar kom svo ad kvedjustund vorum vid rukkadar um 55 thusund  dong sem eru taeplega 3 dollarar. Vid borgudum "mommu" 100 thusund dong og akvadum ad afganginn fengi hun ad eiga, svo godur var maturinn.

Morguninn eftir voknudum vid, enn i skyjunum eftir thessa gomsaetu maltid og vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur um kvoldid. Um midnaetti var gamla ad koma ser fyrir og vid maettar. Steak and egg var a matsedlinum og vid bidum spenntar. Rottan sem var a roltinu tharna skammt fra minnkadi adeins ljomann fra kvoldinu adur en maturinn var ekki verri. Omm nomm nomm. 


Thegar matseldinni var lokid fekk "momma" ser ser saeti hja okkur og for ad spjalla. Thar fengum vid ad heyra allt um raunir hennar, hvernig hun tharf ad vera tharna a hverri nottu og ad hun nai bara ad sofa i tvo tima a solarhring. Thad er ekki moguleiki fyrir hana ad taka ser fri eitt kvold, nema henni askotnist 1-2 milljonir donga - thvi a hverjum morgni kemur mafian til hennar og rukkar hana um 600 thusund. Ja "momma" er einstaed 63 ara gomul modir, med 10 ara gamlan son. Saman bua thau i ibud sem er ekki med rafmagn og hja theim bua tvaer aldradar konur sem "momma" ser fyrir. Fyrir ibudina og fleira skuldar "momma" Mafiunni 30 milljonir donga. Aej hvad hun atti bagt og tarin runnu svoleidis nidur kinnarnar a aumingja konunni. Hun a einmitt tvo eldri syni, 41 ars og 36 ara, sem hun heyrir aldrei i. Their skildu hana bara eftir i eymdinni og lata hana aldrei hafa peninga. Their vildu ad hun myndi selja yngsta son sinn, en henni hafdi fyrir morgum arum verid bodnir 20 thusund dollarar fyrir barnid. Hun thvertok audvitad fyrir thad, thvi hun elskar son sinn og vill frekar vera fataek en an sonar sins.
Thegar tharna var komid maetti a svaedid stelpa fra Filipseyjum ad rukka "mommu" um 200 thusund dong, sem hun hafdi fengid lanud um morguninn til thess ad kaupa i matinn fyrir nottina. En "momma" sem var bara ad opna basinn atti audvitad ekki 200 thusund dong svo snemma kvolds. Stelpan var mjog skilningsrik, thvi samband hennar og "mommu" virkar thannig ad thaer hjalpa hvorri annarri.

Raunarsaga, ekki satt?

Eg verd ad vidurkenna ad eg var virkilega midur min fyrsta korterid af gratnum og sogunum af hormungar lifi aumingja konunnar. Svo for mer eitthvad ad finnast thetta gruggugt og fannst bara vanta ad "momma" hreinlega baedi okkur um ad gefa ser allar thessar milljonir sem hana vantar. Svo thegar Filipeyska stelpan kom var eg alveg komin med nog. Tha akvad gamla ad bjoda okkur i mat heim til sin. Hun var farin ad kalla okkur daetur sinar og vildi endilega ad vid myndum eyda kvoldi med fjolskyldunni, i rafmagnslausu ibudinni og hun myndi elda fyrir okkur godan mat.
Vid Bylgja komum okkur undan med thvi ad daginn eftir faerum vid i batsferd og vid vissum ekki hversu lengi vid myndum dvelja i Nah Trang. Thokkudum svo pent fyrir okkur, borgudum adeins rumlega en vid vorum rukkadar um og vorum alveg sammala um ad thetta gotuhorn thyrftum vid ad fordast.

Eg veit thetta hljomar ofsalega kalt af okkur en malid er ad herna i Asiu er ofsalega mikid af folki sem reynir ad notfaera ser turista sem thau halda ad eigi mikid af peningum. Fyrir theim er samasem merki a milli thess ad vera vestraenn i utliti og thess ad vera rikur. Vid hofum sed thetta allt saman. Folk meira ad segja nytir ungaborn i ad reyna ad na meiri peningum utur folki.

Bylgja hefur verid voda veik fyrir thessum betlurum. Vorkennir ollum alveg svakalega og faer sting i hjartad i hvert skipti sem einhver nalgast okkur. Thad er ekki alveg somu sogu ad segja um mig.. En allavega, Bylgja hefur lika verid mjog dugleg vid ad spyrja heimamenn og vestraent folk sem byr a svaedinu um thessa betlara og their hafa allir somu sogu ad segja. Megnid af thessum betlurum eiga nog af peningum, gera thetta thvi thau vilja ekki vinna og margir hverjir eru hreinlega fyllibyttur ad safna fyrir naesta fyllerii.

Audvitad er ekki haegt ad setja alla undir sama hattinn en thvi midur er thetta svona. Madur verdur bara ad reyna ad sigta ut hverjir eru svikarar og hverjir ekki. Gefa theim sem madur vill og hugsa svo ekki frekar ut i thad.

Mikid sem vid thokkum oft fyrir ad vera Islendingar.

En jaeja nog um thetta.

Vid hofdum heyrt ad i Nah Trang vaeri algjort must ad fara i siglingu. Thad vaeri adal partyid og engin sem aetti leid her um maetti missa af thessari snilld. Vid spjolludum vid nokkra ferdalanga og fengum thaer upplysingar ad svokallad "Booze Cruise" vaeri adal malid. Vid skelltum okkur thvi i siglingu.
Vid vissum ekki alveg hvad vid vorum bunar ad koma okkur uti thegar okkur var skutlad ut ad bryggju, fylgt um bord i bat og okkur rettir drykkir. Vid sigldum svo af stad, akkeri sett nidur i einhverri vik og partyid byrjadi.
Thetta var semsagt ekki floknara en svo ad folk var a bati med frium drykkjum og frium mat. Tharna vorum vid i fjora tima i godum felagsskap og skemmtum okkur konunglega. Ekki mjog flokid ad skemmta einfoldu turistunum. haha
Mjog gaman, en kannski ekkert "must do" - amk ekki fyrir menningarlegar domur eins og okkur Bylgju ;)  

En jaeja a morgun hofum vid hugsad okkur ad yfirgefa thennan yndislega bae og halda til Hoi An thar sem maturinn a vist ad vera himneskur og thar a lika ad vera frabaert ad lata sauma a sig fot og sko. Hljomar vel i okkar eyru :) Planid er ad vera thar i nokkra daga adur en vid holdum til Hanoi og Halong Bay. Lata sauma nokkur dress og jafnvel kikja a matreidslunamskeid :) Hlakki hlakki til!

Thangad til naest - knus a klakann :*

- Silja Margret

Saturday, March 5, 2011

Siem Reap-Phnom Penh-Ho Chi Minh

Godan og blessadan

Ferskar i Angkor Wat
Vid kvoddum Siem Reap 26.januar eftir ad hafa sed solarupprasina i Angkor Wat daginn adur og eytt deginum a rolti um musterin a thessum fallega stad. Thad var thvi midur skyjad thegar solin kom upp en thetta var samt sem adur mjog fallegt. Vid leigdum okkur tuk tuk allan daginn thar sem ad Angkor svaedid er mjog stort og margir tugir  mustera sem haegt er ad skoda. Vid akvadum ad skoda tiu helstu musterin og vorum sottar kl 5 um morguninn og runtudum svo a milli mustera thar sem vid gengum um, vorum reykelsisrippadar, fengum buddha blessanir, gafum litlum bornum armbondin okkar thvi vid vildum ekki kaupa theirra og tokum turistamyndir. Eg vildi endilega kynnast bilstjoranum okkar og spurdi hann thvi thegar hann sotti okkur hvad hann heti. Hann sagdist ekki heita neitt! Thad fannst mer undarlegt og spurdi hann hvers vegna hann heti ekkert. "Nu thvi mer var aldrei gefid nafn" svaradi hann. Mer fannst thad hrikalegt og sagdi vid hann ad allir yrdu ad eiga nafn og spurdi hvort hann vildi ekki bara velja ser nafn. Hann hugsadi sig adeins um, en akvad svo ad vid skyldum kalla hann Blue, tuk tukinn hans var einmitt blar svo vid runtudum med Blue a blaa tuk tuknum allan daginn og hann hugsadi vel um okkur. Spiladi Backstreet Boys log fyrir okkur af simanum sinum og song thess a milli upp i vindinn :) Ljufur drengur hann Blue.

Nattfataparty a midjum degi
Her i Kambodiu er folkid elskulegt, mjog heimilislegt ad maeta konum a nattfotunum hvenaer solarhringsins sem er og sja karlmennina bera ad ofan. Endalaust nattfataparty herna megin a hnettinum. Vid erum reyndar ekki bunar ad taka thatt i thessu en um leid og vid fjarfestum i fallegu nattfatasetti latum vid slag standa :)

Eftir ad hafa fengid visa til Vietnam hja ferdaskrifstofu pontudum vid okkur rutufar til Phnom Penh. Vorum frekar stressadar thegar pikk uppid okkar var ordid rumlega halftima of seint og adeins korter i brottfor til Phnom Penh. Eg hringdi a ferdaskrifstofuna, frekar stressud thar sem vinur okkar missti einmitt af rutu um daginn a sama hatt- thad gleymdist ad saekja hann, en konan sagdi mer bara ad anda rolega, rutan myndi ekki fara an okkar. Thad gekk eftir, vid vorum sottar og lofudum sjalfum okkur ad fara nu ad venjast rolegheitunum og haegaganginum herna, timi til kominn. A leidinni a rutustodina lentum vid i fyrsta arekstrinum okkar i Asiu. Eg er nu frekar hissa a ad thad hafi ekki gerst fyrr a midad vid kaosid sem rikir herna a gotunum. Enginn slasadist sem betur fer og vid vorum mjog anaegdar ad vera inni i bil en ekki a motorhjolinu sem klessti a hlidina a okkur.

Thegar vid komum a rutustodina fengum vid fremstu saetin i rutunni. Frabaert thar sem ad eg er alltaf frekar nojud i rutuferdunum okkar yfir aksturslagi bilstjoranna og tharna var eg komin med VIP saeti, beint fyrir aftan bilstjorann svo eg gaeti nu orugglega sed allt sem fram faeri a veginum. Eg fekk leyfi til ad hlaupa a klosettid adur en vid logdum af stad og eg rauk af stad thar sem nokkrar minutur voru i brottfor. Eg pissadi a methrada og hljop sidan aftur ut i rutu. Thar sem eg er a hardaspretti fram hja nokkrum karlmonnum (berum ad ofan audvitad) tha kalla their a mig og reka upp skellihlatur: Lady! Lady! Eg veit ekki hvernig eg attadi mig a thvi hvad var ad gerast en eg var of vandraedaleg til ad lita vid eda thakka fyrir abendinguna. Haldidi ad min hafi ekki bara verid a hardahlaupum og buxurnar (sem eru ordnar adeins vidar um mittid) runnar nidur a midjan rass! Tharna var eg hlaupandi um, flassandi boxerunum minum a karlmennina sem skemmtu ser konunglega yfir atvikinu, en eg girti upp um mig a ferd og kom svo frekar skommustuleg inn i rutu.

Afmaelis Silja
Rutuferdin gekk vel og vid hofdum thad rosa fint i Phnom Penh. Eyddum thremur dogum thar (27,feb-1.mars) sem vid nyttum i ad rolta og skoda okkur um, fara a safn, halda upp a afmaelid hennar Silju sem var 28.februar og fara i nudd og fotsnyrtingu (afmaelisdekur). I Phnom Penh er svakalega skemmtileg kvoldmenning. Um leid og rokkva tekur tha flykkist folk a arbakkann og fer i badminton, situr og spjallar vid vini og fjolskyldu, bornin leika ser um allt, folk fer ad skokka i gallabuxunum og svo eru erobiktimar a midjum torgum thar sem allir skella ser i nokkrar aefingar med kennara a spariskonum fyrir framan sig med dundrandi danstonlist! Otrulega skemmtilegt :)

Rum sem notad var til pyntinga
Vid forum a Tuol Sleng, Genocide museum thar sem vid laerdum um hryllingssogu Kambodisku thjodarinnar a medan Raudu Khmerarnir voru vid vold i landinu (Khmer Rouge) fra arinu 1975-1979. Safnid var skoli adur en Raudu Khmerarnir toku yfir tvhi og breyttu thvi i oryggisfangelsid S-21 og nyttu thad sem pyntingar-og utrymingarstad fyrir svikara og politiska fanga. A thessum fjorum arum voru 20.000 fangar drepnir i Tuol Sleng (fyrir utan born) en alls er talid ad um thrjar milljonir Kambodiumanna (menn, konur og born) hafi latist vegna vannaeringar, ofreynslu a okrunum eda verid drepin a valdatima Khmeranna.

Markmid Raudu Khmeranna var ad bua til stettlaust samfelag sem byggdi a landbunadi og thvi var ,,elitan", allir stjornmalamenn og folk sem tengdist rikisstjorninni a einhvern hatt, kaupmenn, kennarar og menntafolk myrt. Hagkerfid var lagt i rust, bonkum, sjukrahusum og skolum lokad og folk var rekid fotgangandi ur borgunum ut i sveitir thar sem fjolskyldum var sundrad og folk latid vinna a okrunum. Uppreisnarmenn gegn Salot Sar (Pol Pot) sem var leidtogi Raudu Khmeranna voru drepnir a stadnum eda fluttir i S-21 oryggisfangelsid thar sem theirra bidu pyntingar og svo daudi.

Modir og barn sem voru myrt i Tuol Sleng
Eftir ad Vietnamski herinn sigradi Raudu Khmeranna arid 1979 tha var S-21 fangelsinu breytt i safn til ad halda minningunni um hryllinginn a lofti til ad koma i veg fyrir ad eitthvad thessu likt gerdist aftur. Thegar Vietnamski herinn kom i S-21 tha voru einungis sjo menn thar a lifi. Thetta voru allt menn sem hofdu lifad af med thvi ad nota haefileika sina sem malarar eda ljosmyndarar thar sem ad Raudu Khmerarnir maeldu haed og toku mynd af ollum theim fongum sem komid var med i fangelsid og heldu nakvaemar skrar yfir ,,afrek" sin. Malararnir voru latnir mala myndir af Pol Pot (Brodur 1) og theim pyntingar og drapsadferdum sem notadar voru.

Ad labba i gegnum safnid var hrikaleg upplifun og tok rosalega a okkur. Safnid er nanast i upprunalegu astandi sidan Vietnamski herinn sigradi Khmerana og thegar vid gengum a milli klefa og herbergja saum vid adstoduna sem folkid lifdi vid (tha 3-7 manudi sem thad var i haldi adur en thad var drepid) og pyntingartaekin sem notud voru til ad fa upp ur theim falskar jatningar sem urdu tha daudasok (t.d. ad thau ynnu fyrir KGB, CIA eda hefdu reynt ad leida uppreisn gegn Pol Pot- sem folkid hafdi audvitad ekkert gert). I loftinu saum vid blodslettur fra pyntingunum, saum kedjurnar sem notadar voru til ad hlekkja folkid vid rumin (varla haegt ad kalla thetta rum samt), a veggjunum voru myndir af likum sem voru afskraemd eftir pyntingar, malverk af pyntingaradferdum, heilu skaparnir af hofudkupum og svo upplysingar um leidtoga Raudu Khmeranna og theirra sjo fanga sem sluppu lifandi fra S-21. Eins og thetta hafi ekki verid nog til ad koma manni i uppnam og finna til mikillar samkenndar og sorgar med Kambodisku thjodinni tha hittum vid mann fyrir utan sidustu bygginguna a safninu.

Vid stoppudum a bas til ad kaupa okkur vatn og saum thennan gamla mann sitja a bordi vid hlidina a basnum ad selja baekur. A bordinu var midi sem a stod ,,Thetta er Bou Meng einn af sjo sem sluppu lifandi fra Tuol Sleng". Madurinn heilsadi okkur og syndi okkur bokina sina. Hann taladi ekki ensku en syndi okkur mynd af Pol Pot (leidtoga Raudu Khmeranna) og hristi hausinn med reidisvip a andlitinu. Hann opnadi bokina svo a odrum stad og syndi okkur mynd af ungri konu. Hann benti a hana og sagdi ,,My wife" og benti a augun sin og renndi fingri nidur eftir kinninni a ser eins og tar en augun hans voru full af tarum. Vid hofdum lesid um thad inni i safninu ad konan hans var skotin fyrir framan hann af Raudu Khmerunum eftir skipun fra Pol Pot. Gud minn almattugur hvad thetta var erfitt. Vid hofum enga hugmynd um thann hrylling sem greyid folkid gekk i gegnum en allir yfir 40 ara aldri i Kambodiu thekkja thessa tima af eigin reynslu og yngri kynslodirnar eiga foreldra eda afa og ommu sem upplifdu thetta. Medalaldurinn i Kambodiu er einungis 22 ar thar sem ad stor hluti thjodarinnar do a valdatima Raudu Khmeranna.

Fjoldagrof thar semm 450 lik voru grafin upp
Thratt fyrir ad thad hafi verid hrikalegt ad sja thetta og laera um soguna sem er blodi drifin, tha er thetta samt eitthvad sem madur verdur ad gera. Vid vottudum fornarlombunum virdingu okkar thegar vid forum a Cho Ek, Killing Fields, thar sem fjoldamord voru framin daglega og likunum hent morg hundrud saman i fjoldagrafir.
Silja gleymir orugglega aldrei thessum afmaelisdegi en vid eyddum afmaelisdeginum hennar i ad skoda Tuol Sleng (S21) safnid og Killing Fields. Tokum thvi rolega um kvoldid, bordudum a svaka finum rooftop veitingastad og forum snemma i hattinn enda attum vid bokad far til Vietnam daginn eftir.

Ferdalagid til Vietnam gekk ljuft og snudrulaust fyrir sig. Kynntumst stelpu fra Bretlandi i rutunni, Isis, og akvadum ad halda upp a afmaelid hennar Silju almennilega thad kvold thar sem vid vorum frekar slappar og andlega theyttar eftir sofnin daginn adur. Ekki fleiri ord um thad, en kvoldid var frabaert og vid kynntumst fullt af folki.

Afmaelisfognudur med Isis
A degi tvo i Vietnam fundum vid okkur odyrara gistiheimili thar sem folkid er yndislegt. Spjalla vid okkur um alla heima og geima thegar vid komum heim a daginn, vilja allt fyrir okkur gera, eru sibrosandi og svo er eg lika ad kenna naeturverdinum (ca 19 ara gutta) ensku a kvoldin :)

Vid heldum ad vid vaerum ordnar ollu vanar i umferdinni i Asiu en annad kom i ljos thegar vid maettum til Saigon (Ho Chi Minh). Vespu og motorhjolaflodid herna er gjorsamlega outskyranlegt- ad okkur finnst en vid fengum utskyringu a thvi i gaer: Ef strakarnir eiga ekki vespu tha na their ser ekki i stelpu, thess vegna eru allir a vespum!
Notre Dam Cathedral


Her eru gangbrautir en engin gangbrautarljos. Eins heimskulega og thad hljomar tha tharf madur bara ad ganga eins haegt og madur getur yfir gotu thar sem er brjalud umferd og krossa fingur ad madur komist heill yfir. Enginn graenn kall eda raudur kall her (thar sem their eru er hvort sem er ekki tekid mark a theim). Thetta er mjog stressandi fyrst en vid erum adeins ad sjoast i thessu. Med haegaganginum yfir gotuna fa bilstjorarnir sens a ad sveigja fram hja ther og koma i veg fyrir arekstur (ekki sens ad their stoppi eda haegi a ser).

Vietnam a einnig hrikalega sogu eins og Kambodia og eg er mjog hissa a ad vid hofum ekki laert neitt um thetta i skolanum, Silja man eftir einum val-soguafanga i Flensborg thar sem sagt var fra Raudu Khmerunum en eg man ekki eftir thvi ad hafa laert neitt hvorki um Nam ne Kambodiu. Otrulegt.

Eins og vid skiljum stridid sem stod yfir i sautjan ar tha var thetta strid a milli nordur og sudur Vietnam thar sem kommunistar voru i nordrinu en kapitalistar i sudrinu. Bandarikjamenn skarust i leikinn og gengu til lids vid sudur Vietnamska herinn en ullu meiri skada en their gerdu gagn og stridinu lauk med sigri kommunista. Viet Kong voru guerillur eda her folksins kommunistamegin. I thorpinu Cu Chi byggdu Viet Kong 258km langt gangnakerfi sem var allt tengt og otrulegur arkitektur og virkadi sem theirra besta hernadaradferd. Gongin eru ekki nema 80cm breid og 130cm ha (laegri sumsstadar) en eins og guidinn okkar sagdi tha eru thau svona litil til ad ,,feitu rassarnir a Amerikonunum komist ekki i gegnum thau ef their finna thau". Bandarikjamenn vissu af gongunum en attu i miklu basli med ad atta sig a byggingu theirra og Viet Kong villtu fyrir theim med hinum ymsu leidum. Eins slaem og sagan er tha voru nokkrar adferdir sem guideinn okkar sagdi okkur fra broslegar. A timabili bjuggu 16thusund Viet Kong hermenn i gongunum og ein gongin lagu til hofudstodva Bandariska hersins thar sem Viet Kong hermenn stalu vopnum fra theim a nottunni.

Stulka faedd 2008 og ber einkenni efnaeitrunar
Bandarikjamenn spreyudu rosalegu magni af efnavopnum a raektarland, skoga og vatnsbol i Vietnam sem urdu morgum ad bana og eru ENN THANN DAG I DAG ad valda skada! Born eru ad faedast svo afskraemd og fotlud ad thad er hrikalegt. Myndirnar a safninu voktu hja okkur ohug og saga Vietnam er lika bodi drifin.

I Cu Chi laerdum vid s.s helling um Viet Kong og hvernig folkid komst af. Eg for ofan i 80cm breida holu sem var  falin i skoginum, gekk 120m i gegnum gongin sem eru 1m a breidd x1.3m a haed (buid ad breikka thau ur 80cm til ad turistar komist thar i gegn) og fann fyrir sma innilokunarkennd og myrkfaelni. Vid Silja vorum sidan medal farra stelpna i ferdinni sem skutum af Kalashnikov riffli, betur thekktur sem hinn russneski AK47 riffill en Viet Kong barust adallega med thessum riffli thar sem hann virkar i vatni annad en M16 sem Bandarikjamenn notudu. Thad var magnad ad finna kraftinn i thessu vopni og vid skulfum af adrenalini eftir skotin en vid fengum fimm a mann.

Pinu hraedd i Cu Chi gongunum (1.3mx1.0m)
Vid erum s.s. bunar ad laera helling um sogu Vietnam og Kambodiu a sidustu dogum asamt thvi ad skoda okkur um. Vietnam lofar godu en eftir fimm daga i Ho Chi Minh aetlum vid ad fara til Nah Trang a morgun. Stoppum liklega thar i viku, forum svo til Hoi An og thadan til Hanoi og Halong Bay.

Facebook virkar ekki i Vietnam nema a einhverju steinaldarformi med ologlegum leidum og bara i stuttan tima i einu eftir mikla fyrirhofn svo vid skellum inn myndum thegar vid komum i annad land.

Vonandi erud thid adeins frodari eftir lesturinn. Kossar heim a klakann

Bylgja