Thursday, October 21, 2010

Undirbúningurinn

36 dagar í brottför en undirbúningurinn fyrir ferðina er löngu hafinn

Ég fékk fyrstu bólusetningarnar í júlí og er orðin safe gagnvart lifrarbólgu A+B, taugaveiki, mænuveiki, stífkrampa og barnaveiki. Einu bólusetningarnar sem ég á eftir að fá eru fyrir Kóleru og Japanskri heilabólgu. Þarf svo að kaupa mér malaríutöflur sem ég ætla að gleypa á meðan ég er í sjálfboðastarfinu.... þær eru svo hrikalega dýrar að ég ætla að taka sénsinn með restina af ferðinni. Aukaverkanirnar af þeim eru líka svo hrikalega öflugar að ég nenni ekki að vera undirlögð af þeim í hálft ár. 

Á eftir að velja hvort ég vilji malaríutöflur sem valda því að manni verði ómótt í hita og geti fengið svakaleg útbrot af völdum hitans, eða hvort ég vilji töflur sem valda slæmum draumförum. Martraðir vs. hitaútbrot og óþægindi? Erfitt val!

Bakpokinn minn góði er kominn ofan af lofti og ég er búin að viðra hann vel.... tók hann reyndar niður í ágúst, en hvað með það, þarf maður ekki að vera tilbúinn með góðum fyrirvara?
Frekar aumingjalegur svona tómur


Vegabréfsáritun til þeirra landa sem það þarf er að skella en annars er þetta allt í góðum málum hjá okkur.

Það er greinilega farið að styttast í ferðina mína.... er búin að dreyma nokkrum sinnum að ég sé að missa af flugvélinni, að mér hafi verið rænt úti og að það hafi verið bitinn af mér fóturinn (þökk sé vini mínum sem taldi mér trú um það að fólk hefði dáið í musterinu og minnti mig á að þetta væru alltaf villidýr þó þau væru krúttleg!)

Ég er að vera klár með svaka fínan upplýsingapakka fyrir okkur Silju. Öryggisatriðin komin á hreint svo ef við deyjum úti þá vita þeir sem finna okkur hvern þeir eiga að láta vita. Er líka búin að finna helling af hlutum fyrir okkur að gera, allt frá matreiðslunámskeiðum til þess að fara á fílsbak og fallhlífarstökk (svo eru nokkrar paradísarstrendur þarna inní líka) en auðvitað verða menningarfylltir atburðir rauði þráðurinn í ferðinni. Annars verður þetta voðalega loose hjá okkur. Skellum okkur bara þangað sem okkur langar þann daginn og höfum þetta bara notalegt, ekkert strangt skedsjúal. 

Erum samt búnar að lofa hvor annarri að vera skemmtilegir bloggarar og duglegar að setja inn myndir. Lenti í því að lesa svo leiðinlegt blogg hjá tveimur dömum sem fóru saman í reisu að ég var næstum hætt við að fara! Það er náttúrulega ólöglegt að vera leiðinlegur!

Var að fá póst frá musterinu áðan. Þeir voru bara að tékka hvort ég kæmi ekki örugglega og láta mig vita að þá hlakkaði til að sjá mig. Þeir trúa því ekki hvað ég hlakka til að sjá þá! Jesús ég er eins og barn að bíða eftir jólunum.

Ferðaplanið: 
26.nóv- Kef-London
Verð hjá Bryndísi vinkonu í London í tvær nætur og ætlum við að gera einhvern andskotann af okkur þar
28.nóv- London-Mumbai, 
29.nóv- Mumbai-Bangkok
Hitti Angie í Bangkok og hún ætlar að sýna mér borgina
1.des- Mæti í musterið og verð þar næstu fimm vikurnar. Held upp á jól og áramót þar (líklega grenjandi)
8.janúar- Næ í Silju á flugvöllinn í Bangkok og ferðalagið okkar saman byrjar

Gróft plan er svona: Thailand-Laos-Víetnam-Kambódía-Bali-Ástralía-Nýja Sjáland-Ástralía-Indland-einhver borg í Evrópu-Ísland
Komum heim þegar peningarnir verða á þrotum einhverntíma á næsta ári.... ætlum amk að ná Þjóðhátíð 2011


Ekki leiðinlegt plan þetta! 

Bylgja



7 comments:

  1. "Öryggisatriðin komin á hreint svo ef við deyjum úti þá vita þeir sem finna okkur hvern þeir eiga að láta vita."

    hahah þú gleður mig svo mikið! Like á bloggið! Ég hlakka alveg örlítið til :D 78 Dagar í að ég verði lent í Bangkok :D

    ReplyDelete
  2. Ps. Þetta var ég.

    - Silja :)

    ReplyDelete
  3. tið eruð draumur !
    kv. crazy mama

    ReplyDelete
  4. HOLY MOLY hvað ég er jealous!!! vá maður!
    en Bylgja ert þu bara að fara ein fyrst? og hvaða musteri er þetta sem þú ert að fara vera í í 5 vikur?

    kv Arna G

    ReplyDelete
  5. Þetta verður ábyggilega ekkert smá spennandi. Mæli með því að þið skoðið þetta blogg ef þið hafið ekki gert það nú þegar: http://baldurkristjans.tumblr.com/

    Allavegana dreymdi mig um heimsreisu þegar ég skoðaði þessi videoblogg hans.

    Kv. Sigdís

    ReplyDelete
  6. Silja: Þú gleður mig líka.... alltaf! Hugsaðu þér marga mánuði með okkur saman, þvílík gleði!

    Mamma: Þú ert draumur!

    Arna: Já ég fer ein í fimm vikur svo kemur Silja til mín! Þetta er búddamusterið sem ég verð í í sjálfboðastarfinu

    Sigdís: Já við erum búnar að skoða þetta blogg, mega spennandi!

    ReplyDelete

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)