Wednesday, November 3, 2010

Nokkur orð..

vinir!
Ætli það sé ekki kominn tími á nokkur orð frá mér inná þessa fallegu síðu.
Nú eru ekki nema 63 dagar í að ég leggi af stað í reisuna og 65 dagur í að ég hitti Bylgju í Bangkok. Ótrúlegt alveg hreint. Mér finnst ekki nema nokkrar vikur síðan við sátum á Saffran og Bylgja var að segja mér frá þessum plönum sínum. Mín viðbrögð voru „hey má ég koma með?“ Eitthvað sem ég hélt svo að myndi aldrei verða að veruleika!
63 dagar!! Mér finnst þetta ótrúlega stuttur tími. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo margt skemmtilegt á dagskránni hjá mér þar til ég legg af stað. Leikhús/vinkonukvöld, Boston (e.15 daga!!), jólahlaðborð, spilakvöld, Tinna vinkona kemur í heimsókn frá Noregi, JÓLIN og gamlárskvöld. Ég get ekki neitað því að ég kann afar vel við þennan árstíma. Dimmt og kalt úti, hlýtt og notalegt inni með kertaljós og kósýheit. Dásamlegt, yndislegt, frábært !
Ekki það að ég hef alveg á tilfinningunni að það verði ljúft að yfirgefa klakann í byrjun janúar og skella sér á strandir asíu. Já, ég er ekki frá því að hæfileg lengd á vetri sé nóvember og desember. Svo má sumarið alveg láta sjá sig. Sól og blíða hlýtur bara að vinna slabb og kulda, eða er það ekki?
Ég hlakka amk til að fagna febrúar afmælinu mínu í hita og sól á fjarlægri strönd :)
Ég er inni í þessu bleika skýi.
Hvað varðar planlagningu á ferðinni okkar góðu verð ég að viðurkenna að hún Bylgja hefur algjörlega haft yfirumsjón með því. Ég er ennþá föst á bleiku skýi yfir því að ég sé yfirhöfuð að fara í þetta ferðalag. Bylgja kemur með frábærar hugmyndir og ég kinka kolli og brosi. En við erum að leggja upp með svipaðar væntingar og svipaða sýn á ferðina svo þetta hefur allt gengið vel enn sem komið er.
Mikið hlakka ég til.

                      -            SiljaM

2 comments:

  1. ps. lofa að koma með skemmtilegra blogg næst.. ég virðist vera eitthvað ryðguð :)
    - SiljaM

    ReplyDelete
  2. Vííí! Styttist og styttist! 23 dagar í mína brottför :)
    Dagurinn á Saffran var einmitt í febrúar eða mars! Ég er ekki búin að gera annað en lesa í LonelyPlanet bókunum mínum sem ég fékk í gær :D
    Afmælið þitt verður það besta hingað til... því lofa ég þér hér og nú :)

    ReplyDelete

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)