Tuesday, October 26, 2010

Draugar og stáltaugar

31 dagur í brottför

Skellti mér í Ferðavernd í dag þar sem ég átti notalegt spjall við svakalega huggulega hjúkku. Hún seldi mér kóleru bólusetningu á einungis 20 þúsund krónur og sparaði okkur Silju hellings pening með því að ráðleggja okkur að kaupa malaríutöflurnar í apóteki úti en ekki hér heima. Hér heima myndi skammturinn sem við þurfum kosta 35þúsund krónur á mann en er væntanlega mun ódýrari úti í Tælandi. Takk fyrir þetta ljúfan!

Eitt djásnið
Ég er alveg svakalega spennt að fá Lonely Planet bækurnar sem ég keypti í síðustu viku en þær detta líklega inn um lúguna í lok þessarar viku eða næstu. Annars eru starfsmenn Lonely Planet mjög duglegir við að senda mér fréttabréf og segja mér hvert er best að fara og hvað gæti verið skemmtilegt að gera..... þakka þeim kærlega fyrir ábendingarnar, sérstaklega þær sem ég fékk í dag!

Silja vinkona mín er nefninlega hörkutól og ekki auðvelt að hræða hana. Amk ekki með venjulegum hryllingsmyndum eða öðru sem vekur óhug hjá flestum. Silja hefur aldrei séð hryllingsmynd sem hefur hrætt hana svo ég sagði henni að horfa á hrikalegustu hryllingsmynd sem ég hef nokkurn tíma séð! Þessi mynd gerði það að verkum að ég gat ekki sofið ein í sex mánuði, setti fótinn aldrei undan sænginni þó ég væri komin með óráð af hita og sef enn með næturljós í herberginu mínu! Ég var alveg viss um að þessi mynd væri sú rétta til að hræða Silju ef einhver hryllingsmynd ætti nokkurn tíma eftir að gera það.

Það reyndist hinsvegar ekki rétt ágiskun hjá mér. Á meðan Silja horfði á Paranormal Activity, sem gerði mér lífið leitt í hálft ár og hefur enn áhrif á mig, dó hún nánast úr leiðindum, ekki hræðslu eins og ég hafði búist við!

Ég hef því ákveðið að grípa til róttækari aðgerða og Lonely Planet gaf mér hugmynd að því sem gæti trekkst taugarnar á minni kæru vinkonu örlítið, þó ekki væri nema í smá stund.

Garðskraut í Wat Rong Kuhn

Real life experience! Er ekki tilvalið að skella sér í hús sem er í fyrsta sæti á lista yfir ,,Most spookiest buildings in the world" til þess að fá hárin til að rísa? Það vill einmitt svo skemmtilega til að þessi bygging, sem heitir Wat Rong Kuhn, er í Tælandi. Við þangað!
Ekki nóg með það heldur ætla ég líka að bjóða Silju að koma með mér til Ko Samui (einnig í Tælandi) þar sem við getum séð múmíu af munki. Eða eins og Lonely Planet segir ,,,,I See Dead People: preserved bodies around the world" a must see experience". 


Ef þetta gengur ekki til þess að hræða hana þá verð ég að játa að Silja er með stáltaugar! 

Margt býr í myrkrinu........
-B

Thursday, October 21, 2010

Undirbúningurinn

36 dagar í brottför en undirbúningurinn fyrir ferðina er löngu hafinn

Ég fékk fyrstu bólusetningarnar í júlí og er orðin safe gagnvart lifrarbólgu A+B, taugaveiki, mænuveiki, stífkrampa og barnaveiki. Einu bólusetningarnar sem ég á eftir að fá eru fyrir Kóleru og Japanskri heilabólgu. Þarf svo að kaupa mér malaríutöflur sem ég ætla að gleypa á meðan ég er í sjálfboðastarfinu.... þær eru svo hrikalega dýrar að ég ætla að taka sénsinn með restina af ferðinni. Aukaverkanirnar af þeim eru líka svo hrikalega öflugar að ég nenni ekki að vera undirlögð af þeim í hálft ár. 

Á eftir að velja hvort ég vilji malaríutöflur sem valda því að manni verði ómótt í hita og geti fengið svakaleg útbrot af völdum hitans, eða hvort ég vilji töflur sem valda slæmum draumförum. Martraðir vs. hitaútbrot og óþægindi? Erfitt val!

Bakpokinn minn góði er kominn ofan af lofti og ég er búin að viðra hann vel.... tók hann reyndar niður í ágúst, en hvað með það, þarf maður ekki að vera tilbúinn með góðum fyrirvara?
Frekar aumingjalegur svona tómur


Vegabréfsáritun til þeirra landa sem það þarf er að skella en annars er þetta allt í góðum málum hjá okkur.

Það er greinilega farið að styttast í ferðina mína.... er búin að dreyma nokkrum sinnum að ég sé að missa af flugvélinni, að mér hafi verið rænt úti og að það hafi verið bitinn af mér fóturinn (þökk sé vini mínum sem taldi mér trú um það að fólk hefði dáið í musterinu og minnti mig á að þetta væru alltaf villidýr þó þau væru krúttleg!)

Ég er að vera klár með svaka fínan upplýsingapakka fyrir okkur Silju. Öryggisatriðin komin á hreint svo ef við deyjum úti þá vita þeir sem finna okkur hvern þeir eiga að láta vita. Er líka búin að finna helling af hlutum fyrir okkur að gera, allt frá matreiðslunámskeiðum til þess að fara á fílsbak og fallhlífarstökk (svo eru nokkrar paradísarstrendur þarna inní líka) en auðvitað verða menningarfylltir atburðir rauði þráðurinn í ferðinni. Annars verður þetta voðalega loose hjá okkur. Skellum okkur bara þangað sem okkur langar þann daginn og höfum þetta bara notalegt, ekkert strangt skedsjúal. 

Erum samt búnar að lofa hvor annarri að vera skemmtilegir bloggarar og duglegar að setja inn myndir. Lenti í því að lesa svo leiðinlegt blogg hjá tveimur dömum sem fóru saman í reisu að ég var næstum hætt við að fara! Það er náttúrulega ólöglegt að vera leiðinlegur!

Var að fá póst frá musterinu áðan. Þeir voru bara að tékka hvort ég kæmi ekki örugglega og láta mig vita að þá hlakkaði til að sjá mig. Þeir trúa því ekki hvað ég hlakka til að sjá þá! Jesús ég er eins og barn að bíða eftir jólunum.

Ferðaplanið: 
26.nóv- Kef-London
Verð hjá Bryndísi vinkonu í London í tvær nætur og ætlum við að gera einhvern andskotann af okkur þar
28.nóv- London-Mumbai, 
29.nóv- Mumbai-Bangkok
Hitti Angie í Bangkok og hún ætlar að sýna mér borgina
1.des- Mæti í musterið og verð þar næstu fimm vikurnar. Held upp á jól og áramót þar (líklega grenjandi)
8.janúar- Næ í Silju á flugvöllinn í Bangkok og ferðalagið okkar saman byrjar

Gróft plan er svona: Thailand-Laos-Víetnam-Kambódía-Bali-Ástralía-Nýja Sjáland-Ástralía-Indland-einhver borg í Evrópu-Ísland
Komum heim þegar peningarnir verða á þrotum einhverntíma á næsta ári.... ætlum amk að ná Þjóðhátíð 2011


Ekki leiðinlegt plan þetta! 

Bylgja



Tuesday, October 19, 2010

Prufa

Thailand
Vietnam
Bali
Indland
Laos
Kambódía
Ástralía
Nýja Sjáland

:) :) :) :)