Monday, December 6, 2010

Smá frá Íslandi :)

Hæææ!

Jæja, í dag er akkúrat mánuður í að ég leggi af stað í ferðalagið góða og ég er ekki frá því að spenningurinn sé að magnast. Hausinn er vægast sagt kominn á flug í pælingum um hvað ég þarf að gera, hvað skal kaupa, hverju skal pakka o.s.fr.v.. Ég er samt ekkert stressuð. Það mun allt reddast, ég er viss um það. Eins og hún Margrét Birna orðaði svo skemmtilega; „Silja, það býr fólk þarna“ svo ef ég gleymi einhverju, þá er það vafalaust ekkert sem ég get ekki lifað án eða reddað mér á staðnum.

Í morgun pantaði ég mér hótel í London, þar sem ég verð eina nótt áður en ég held af stað til Mumbai og þaðan til Bangkok.
Ég hef aldrei komið til London og það mun eiginlega ekki breytast neitt þó ég muni sofa þar eina nótt þar sem ég ákvað að panta mér gistingu í nágrenni við flugvöllinn. Þetta er nú ekki langt stopp. Á að lenda á Heathrow klukkan 19:30 og fara í loftið um klukkan 10 morguninn eftir.

Nema hvað, þegar ég var að leita mér að hagstæðri gistingu datt ég inná eitthvað sem kallast „Top Secret Hotel“. Það fólst semsagt í því að ég pantaði mér gistingu án þess að vita um hvaða hótel var að ræða. Það eina sem ég fékk uppgefið var verðið (sem var mun lægra en nokkuð annað sem ég hafði rekist á) og þær upplýsingar að um huggulegt hótel væri að ræða með öllu því helsta sem hótel hafa uppá að bjóða og það nálægt flugvellinum.

Ég, þessi spennufíkill sem ég er (right), ákvað að þetta væri alveg þess virði að prófa og heyyy veiii jeyyy ég fékk þetta líka fína hjónaherbergi á 4 stjörnu Holiday Inn. Þeir hafa líklega fundið prinsessustraumana í gegnum Mastercardið mitt (eða óttann við að enda í 16 manna herbergi á skítugu hosteli) og skellt mér í viðeigandi vistarverur, allt eins og það á að vera :)

Hótelið mitt :)
Ekki samt halda að ég sé ekki tilbúin að leggja prinsessuna á hilluna, þennan tíma sem ég verð í Asíu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun vafalaust deila skítugum kojum með skordýrum og ekki komast í sturtu á hverjum degi (anda inn, anda út!!) en ég er líka fullviss um að þetta mun ég gera með bros á vör. Þið hafið séð asíubúa er það ekki? Frekar glaðar týpur ;) Prinsessa í Evrópu, ævintýragjörn dúlla í Asíu. Held að þetta sé gott plan :)
Glaðar týpur
Svo skemmir ekki fyrir að hún Bylgja mín verður nú orðin dálítið vön þegar ég læt sjá mig, treysti því að hún verði farin að drepa pöddur, rottur (anda inn, anda út!!) og önnur krútt með augnaráðinu einu saman þegar ég mæti á svæðið.

Ég heyrði einmitt í stúlkunni í dag og er hún kát og glöð, að venju. Enda ekki við öðru að búast :)

Bylgja í vinnunni
Við erum búnar að ákveða það að hún sæki mig á flugvöllinn í Bangkok þann 8. janúar og ég muni koma með henni í musterið og gista þar eina nótt. Daginn eftir mun ég fylgja henni í vinnunna síðasta daginn hennar, klappa tígrisdýrum (vúhú) og gera allskonar sniðugt vonandi. Það er ef allt gengur eftir.

Svo er planið að finna gistiheimili og hafa það huggulegt í einhverja daga á meðan ég næ ferðaþreytunni úr mér :) Skoða nágrennið, leika okkur í fossum og svitna dálítið meððí.

30-40 gráður, takk fyrir. (Vil biðja Bylgju fyrirfram afsökunar á því hvað ég mun tuða örlítið ( ókei kannski smá mikið) yfir því hvað mér sé heitt og að ég sé sveitt – endilega minntu mig á slabbið (haha) sem verður líklega heima á meðan)

En jæja, nóg í bili – ætla að fara að hlakka meira til. Ekki nema allskonar gaman, ein jól og ein áramót í brottför. Jibbýýý  :) :) :)

- SiljaM 

2 comments:

  1. Hahahhah, snillingur ;)
    Vá hvað Bylgja er samt orðin tönuð!

    ReplyDelete
  2. Hahahaha! Jebb er mega tonud og geng alltaf i appelsinugulum kufli! Thetta er samt abbotinn i musterinu minu, svaka naes kall :)

    ReplyDelete

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)