Tuesday, November 30, 2010

Hallo.... thetta er Bylgja.... eda thad litla sem er eftir af mer!

Vinir minir sem deila med mer herbergi eru heldur fleiri en eg helt og sumir theirra eru mjog okurteisir. Eg myndi aldrei bita eda borda vini mina (undantekning thegar eg beit Berglindi reglulega thegar vid vorum litlar en vid erum bestu vinkonur i dag). Eg er farin ad hallast ad thvi ad thad seu bed bugs i ruminu minu.... vanalega myndi thad frika mig ut, en eg er svo hrikalega orkulaus af hitanum og er enntha med flugthreytuna i mer svo eg er undarlega roleg yfir thvi. Moskitoflugurnar eru bunar ad smakka vel a mer og eg vona ad thetta seu bara moskitobit i stadinn fyrir bed bugs.... en hvad er eg ad kvarta! Thad vaeri nu heldur einmanalegt ad gista ein i rumi svo eg er anaegd ad einhver vilji sofa hja mer haha! Skokkadi ut i apotek og nadi mer i after bite, get ekki verid i skom thvi lappirnar a mer eru svo bolgnar af bitum.... er buin ad missa toluna a theim en eg taldi um 60 a fotunum a mer adan.

Thad er ekkert sma mikid mannlif a Khaosan road (backpacker street). Hotelid mitt (The Green House) er i gotunni vid hlidina a Khaosan og er rosalega vinsaell stadur. Maturinn er godur og svo a hverjum kvoldi eru taelenskir trubadorar sem syngja althjodleg log og eru bara mjog godir! Hvad er huggulegra en ad sitja med avaxtasjeik i 30 gradu hita, hlusta a sweet home alabama og fleiri goda slagara sungna af monnum sem eru a morkunum ad vera ladie boys? Thad er fatt betra en thad! Aetla ad bidja tha um ad spila Mr.Big Hold on little girl thegar their eru bunir med Don't look back in anger sem their eru ad fara frekar illa med nuna!

For med svianum i siglingu i dag og skodadi Wat Arun, sem er musteri herna vid ana. Eg thurfti ad kaupa mer Sarong og sidermabol thar sem ad eg var ,,Too naked to enter". Mer fannst eg vera klaedd eftir vedri, i hlyrabol og stuttbuxum, en thad thotti ekki vid haefi og ekki vildi eg modga munkana. Vid klifrudum upp hrikalega brattan stiga til ad komast a efstu haed, eg sa engan inngang i musterid heldur klifrudum vid utan a thvi. Mjog merkilegt. Fann sma kitl i maganum thegar eg var ad klifra upp og nidur troppurnar.... nei, ordum thetta betur: eg var ad drepast ur hraedslu med thennan helvitis sarong ad flaekjast i loppunum a mer, skithraedd um ad rulla nidur i hverri troppu sem var hrikalega ha! Eg komst tho nidur a endanum og helt kulinu.

Eftir musterid forum vid tilbaka a Khaosan road thar sem ad eg fekk  sykurfall, gleymdi ad drekka nog og borda. Mer leid eins og thad besta sem eg gaeti gert vaeri ad leggjast nidur og bida eftir ad vanlidanin lidi hja. Nick var rosalega ljufur og daeldi i mig ananas til ad fa avaxtasykur og svo gat eg nartad i sma mat og drukkid vatn. Eftir thad kvaddi eg hann og lagdi mig..... i atta tima! Klukkan er nuna 12 a midnaetti og eg tharf ad vakna klukkan sex til ad taka mini vaninn til Kanchanaburi.

Hlakka til ad hitta munkana og tigrisdyrin og sja hvernig allt er i musterinu!

Kossar og knus (og sma nart)

Sigga Bylgja

Monday, November 29, 2010

Og tha er eg lent i landi hinna thusund brosa.... Thailandi!

Mikid var ferdalagid langt og erfitt. 13 klst flug og atjan tima ferdalag i allt. Thad tekur a ad koma beint af djamminu og skella ser i flug....en eg meina, klarlega thess virdi!

Helgin i London var aedisleg! Vid Bryndis skemmtum okkur konunglega saman og gerdum ymislegt af okkur.

I hinni helgu borg Mekka bua undurfagrir fuglar sem finnast hvergi annarsstadar i heiminum. Muslimakonur sem ekki virda tha reglu Islam ad hylja a ser harid mun verda refsad af thessum fuglum. Thegar konurnar deyja tha koma litlu saetu fuglarnir, gogga gat a hvirfilinn a theim og eta i theim heilann og koma thannig i veg fyrir ad thaer komist til himna! Hvernig veit eg thetta? Eg lenti a svo malglodum og skemmtilegum leigubilstjora sem keyrdi mig a Heathrow. Hann er fra Bangladesh og byrjadi a thvi ad tilkynna mer thad ad hann vaeri ekki hrydjuverkamadur..... svo helt hann klukkutimafyrirlestur um Islam, muslima og heilagt strid. Endadi svo a thvi ad segja mer ad hann trydi ollu sem Muhamed spamadur sagdi, sem var m.a. ad vid endalok heimsins mun verda mikid strid thar sem muslimar standa einir a moti ollum hinum truarbrogdunum og munu hafa sigur! Ja, eg er margs visari um allt thetta nuna en adur!

Eg for i fylu ut i Thailand thegar eg kom, en thad entist nu ekki lengi.... flugthreyta, hungur, ogledi og hiti virka ekki vel saman a nyjum stad en eftir sma leggju var eg god.

Herbergid er ekki alveg eins og eg bjost vid.... er heldur ekki single room eins og var auglyst thar sem ad vid erum liklega 10.002 sem deilum thvi. 10 thus maurar, eg og ein kongulo. Ja madur er ekki lengi ad eignast nyja vini!

Var einmitt ad koma heim af kaffihusi med hrikalega myndarlegum Svia. Hann settist hja mer thar sem eg var ad borda kvoldmatinn minn a hotelinu og vid spjolludum heillengi. Forum svo a roltid og hann syndi mer hverfid. Hann hefur komid hingad sex sinnum og er i vidskiptaferd en aetlar ad gefa ser tima i ad hitta mig a morgun og syna mer borgina. Thessir sviar eru svo nice!

Thegar vid vorum ad ganga um tha var toluvert um rottur ad hlaupa medfram gotunni, sem eg reyndar vard ekki vor vid en hann benti mer a thaer. Vid settumst svo nidur a svaka huggulegan stad sem var med risaklett, foss og fiskatjorn i gardinum. Thegar vid vorum thar tha benti Nick mer a eitthvad skjotast um i klettinum flotta thar sem fossinn rann nidur. Eg missti alltaf af thvi og helt ad hann vaeri ad grinast thangad til eg sa thad med eigin augum rett vid faeturna a mer.... thad voru rottur inni a kaffihusinu! Thad kippti ser enginn upp vid thad- nema Bylgja litla hetja sem sat med faeturna upp a stolnum thangad til vid forum.... Jesus, madur er hraeddur vid rottur en finnst ekkert mal ad vera ad fara ad vinna med tigrisdyrum hehe.

Eg fer til Kanchanaburi a midvikudaginn. Verd bara sott herna fyrir utan med minibus og keyrd heim ad dyrum, svakalega fint.

Verd ad fara ad sofa svo eg liti nu vel ut fyrir sviann a morgun! Haha :)

Goda nott
Bylgja (sem aetlar ad sigrast a rottuhraedslunni og skordyrafaelninni sem fyrst)

Thursday, November 25, 2010

Jæja.... smáááá spenningur í gangi... fór upp í rúm í gærkvöldi til þess eins að bylta mér, henda af mér sænginni og kúra mig undir hana til skiptis, hugsa og hugsa, anda rólega, hugsa fallega, taka öndunaræfingar- í marga klukkutíma en ekkert dugði nema svefntaflan sem ég tók klukkan fimm í morgun! Dauðöfundaði Krumma að sofa svona blítt við hliðina á mér, gjörsamlega áhyggjulausan og ekkert spenntan.

Ég flýg til London kl 9 í fyrramálið og Bryndís ætlar að sækja mig á flugvöllinn. Hún er svo ljúf að leyfa mér að vera hjá sér um helgina og ég býst fastlega við einhverjum látum í London á laugardaginn þar sem við erum að fara á Ladies Night með DJ Pussy Wagon! Getur ekki klikkað!
Það litla sem ég fer með
Það sem gæti hugsanlega klikkað (ef eitthvað) þá er það að ég missi af fluginu mínu til Mumbai á sunnudagsmorguninn kl 10..... 7, 9, 13 að ég nái því nú! Hef allt klárt og skelli mér beint af Dömukvöldi á flugvöllinn, skothelt plan!

Annars er ég bara hrikalega utan við mig í dag.... var heillengi að reyna að koma usb lyklinum mínum í tölvuna áðan og var búin að spyrja Silju um ráð og prófa allar mögulegar aðferðir þegar ég áttaði mig á því að ég var að reyna að setja lykilinn í nettenginguna! 

Humarveisla í kvöld með nánustu fjölskyldunni.... ekki enn kominn kökkur í hálsinn, ætli hann mæti ekki í kvöld, magnist upp í nótt og springi svo út á flugvellinum í fyrrmálið.

Annars er þetta bara síðasta bloggið mitt á Íslandi.... hlakka til að lenda í ævintýrum í Lundúnum, Mumbai, Thailandi og öllum hinum stöðunum sem við komum til með að heimsækja

Hafið það rosalega gott um jólin elsku vinir.... hlakka til að hitta ykkur á næsta ári!
Sigga Bylgja

Tuesday, November 9, 2010

Ég ætla að verða.....Alvöru túristi, eða ekki?

17 dagar í brottför.... mér finnst það vera ógeðslega langt að líða, en þegar það er 7.desember og 17 dagar til jóla þá finnst mér jólin vera rétt að detta inn og jólaskapið er komið í túrbógír!

Jólatréð okkar í fyrra
Var að átta mig á því að þegar ég flýg frá London til Mumbai, 28.nóvember, þá verður fyrsti í aðventu. Ég ætla að taka með mér kertakrans í flugið og kveikja á fyrsta kertinu og maula á piparkökum með jól í hjarta. Svo dettur maður bara inn í sumarið, lengsta sumar lífs míns! Frá nóvember til ágúst. Ekki kvartar maður undan því.

Það er auðvitað hellingur sem ég á eftir að gera fyrir brottför.... ef ég þekki mig rétt þá chilla ég bara með það þangað til það eru þrír dagar í brottför og verð þá í mega panikki að redda öllu á síðustu stundu. Það er svo sem okei, bara ef ég redda öllu áður en ég fer.

Er búin að liggja yfir fínu, nýju uppáhaldsbókunum mínum (Lonely Planet bókunum) og fá skýrari mynd af því sem við erum að fara útí. Það er helling af klisjum sem hægt er að elta, auðvitað komum við til með að gera einhverjar af þeim, en annars verðum við bara í rólegheitum og ekki að eltast við þessa aðal tourist attraction staði.

Ekki eins og við verðum, eða hvað?
Fór í skátabúð og keypti mér höfuðljós og buxur sem hægt er að breyta í stuttbuxur.... ég er ekkert voðalega mikið fyrir svoleiðis buxur (eiginlega bara alls ekki) og vil helst ekki láta mig sjást í þeim, en þær eru svaka hentugar fyrir þetta og úr efni sem er eðal fyrir ferðalag á þessum slóðum. Svo veit ég ekkert hverju ég á að pakka! Ég ætlaði bara að taka góða sandala að labba á og svo sólarstrandarfötin, kjóla, hlýraboli og bikiní.... það gengur hins vegar ekki! Verð að venja mig á síðermaboli og ljótar buxur til að móðga nú ekki innfædda. Þeir eru eitthvað minna hrifnir af beru holdi nema á aðaltúristastöðunum, þar getur maður sprangað um á háum hælum og bikiníi.... einmitt svo mikið við Silja :) 

Fékk mér svaka fínan drykk í morgunmat. Kólerubóluefnifreyðidrykk með kirsuberjabragði. Ég átti í mikilli baráttu við sjálfa mig við það að reyna að halda þessu niðri. Þetta var vægast sagt ógeðslegt! En.... maður lætur sig hafa það... þetta á að koma í veg fyrir mestu niðurgangsveikindin hehe. Svo er ég að skjóta í mig einni matskeið af járndrykk á morgnana og acidophlusblablabla... töflum til að styrkja magann. 

Annars er bara brjálað að gera að hitta alla og gera sem mest áður en ég fer. Það er leikhús, út að borða, matarklúbbur, skvísudjamm og ég veit ekki hvað og hvað! Fólk lætur eins og þetta séu mínir síðustu dagar í lifanda lífi.... Mamma ítrekaði það meira að segja við mig að kaupa mér líftryggingu! Ég hef samt engar áhyggjur, er ekkert að fara að drepast þarna.... ég verð 103 ára, röflandi á elliheimili, helþvoglumælt af sherrydrykkju hehe.

Er hæstánægð með það að sameiningarviðræður HR og Bifrastar voru dregnar til baka. Hefði síður viljað koma heim og frétta það að skólinn sem ég útskrifaðist frá væri bara ekki lengur til! Þá eru þær áhyggjur frá. Best að fara að brjóta heilann yfir því hverju er best að pakka.... einhver tips? og hvar fær maður svona þurrhandklæði sem virkar eiginlega eins og vaskaskinn og er mega létt??


Wednesday, November 3, 2010

Nokkur orð..

vinir!
Ætli það sé ekki kominn tími á nokkur orð frá mér inná þessa fallegu síðu.
Nú eru ekki nema 63 dagar í að ég leggi af stað í reisuna og 65 dagur í að ég hitti Bylgju í Bangkok. Ótrúlegt alveg hreint. Mér finnst ekki nema nokkrar vikur síðan við sátum á Saffran og Bylgja var að segja mér frá þessum plönum sínum. Mín viðbrögð voru „hey má ég koma með?“ Eitthvað sem ég hélt svo að myndi aldrei verða að veruleika!
63 dagar!! Mér finnst þetta ótrúlega stuttur tími. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo margt skemmtilegt á dagskránni hjá mér þar til ég legg af stað. Leikhús/vinkonukvöld, Boston (e.15 daga!!), jólahlaðborð, spilakvöld, Tinna vinkona kemur í heimsókn frá Noregi, JÓLIN og gamlárskvöld. Ég get ekki neitað því að ég kann afar vel við þennan árstíma. Dimmt og kalt úti, hlýtt og notalegt inni með kertaljós og kósýheit. Dásamlegt, yndislegt, frábært !
Ekki það að ég hef alveg á tilfinningunni að það verði ljúft að yfirgefa klakann í byrjun janúar og skella sér á strandir asíu. Já, ég er ekki frá því að hæfileg lengd á vetri sé nóvember og desember. Svo má sumarið alveg láta sjá sig. Sól og blíða hlýtur bara að vinna slabb og kulda, eða er það ekki?
Ég hlakka amk til að fagna febrúar afmælinu mínu í hita og sól á fjarlægri strönd :)
Ég er inni í þessu bleika skýi.
Hvað varðar planlagningu á ferðinni okkar góðu verð ég að viðurkenna að hún Bylgja hefur algjörlega haft yfirumsjón með því. Ég er ennþá föst á bleiku skýi yfir því að ég sé yfirhöfuð að fara í þetta ferðalag. Bylgja kemur með frábærar hugmyndir og ég kinka kolli og brosi. En við erum að leggja upp með svipaðar væntingar og svipaða sýn á ferðina svo þetta hefur allt gengið vel enn sem komið er.
Mikið hlakka ég til.

                      -            SiljaM