Wednesday, March 16, 2011

Nah Trang

Jaejaaa!
Thegar Bylgja kvaddi ykkur sidast vorum vid a leidinni til Nah Trang, sem er huggulegur strandbaer herna i Vietnam. Svo huggulegur ad planid okkar um ad vera thar i viku hefur lengst orlitid, thvi her erum vid enn, 11 dogum seinna!

Fyrsta deginum okkar her eyddum vid a strondinni en strondin herna er eins og a postkorti. Hvitur sandur og taer sjor. Vid elskudum thetta! Lagum i solinni, fullkomin golan kaeldi okkur nidur, svo ekki vard of heitt og svo lekum vid okkur i sjonum eins og litlir krakkar.

Strondin okkar :)

Vid hofdum fylgst med fullt af folki leika ser i oldunum eins og thad vaeri bara minnsta mal i heimi. Vid akvadum svo ad lata vada sjalfar - Bylgja halfhraedd vid hafid og eg, algjor byrjandi i olduleikjum. Eg skal sko segja ykkur thad ad thessar oldur herna eru sko enginn barnaleikur - vid hofdum ekki vadid langt thegar oldurnar hofdu hent okkur aftur upp a strond, thar sem vid lagum i hlaturskasti i sandinum.
Vid letum tho vada aftur og nadum talsvert betri arangri en i fyrstu tilraun. Mikid sem vid skemmtum okkur vel - med sundfotin stundum ekki alveg rett stadsett (sennilega thad fyndnasta sem eg hef sed) og med sand a otrulegustu stodum. Uppur komum vid svo skellihlaejandi, med blaedandi sandsar og alveg faranlega gladar med lifid. Skelltum okkur a bekkina og leyfdum solinni adeins ad vinna i brunkunni. Thad styttist ju i heimfor og thvi kominn timi a ad safna sma lit :)

Thegar upp a hotel var komid trudi eg ekki minum eigin augum. I fyrsta lagi var eg svo solbrunnin ad eg hef aldrei kynnst odru eins. Ja, sjor, fullkomin gola og solskin eru vist ekkert besta blanda i heimi - thratt fyrir ad vera utmakadar i solarvorn. En ekki nog med thad, tha hafdi harid a mer skipt um lit - a einum degi! Um kvoldid var andlitid a mer ordid half fjolublatt a litinn og harid var hvitt. Eg hef att betri daga, thad verdur ad segjast ;) haha

Thad tharf liklega ekki ad taka thad fram ad naestu dagar voru lausir vid heimsoknir a strondina og inniheldu talsvert mikid af aloe vera. En thetta hefur sem betur fer jafnad sig nokkud vel. Sma hudflagn og litabreytingar eru ekki eins dramatiskar og thaer byrjudu og heimsoknir a strondina eru nuna ordnar ad daglegu amstri. Lausar vid bruna, audvitad. Fyrsti dagurinn voru byrjendamistok sem ekki verda endurtekin.

Ad leyfa ser adeins.. kaka og hvitvin a strondinni :)
Annars hefur lifid her i bae gengid nokkud ljuflega. Her er dasamlegur matur og vingjarnlegt folk. Vid hofum tho fengid talsvert mikid af vidvorunum um ad ganga alls ekki med toskur a okkur og reyna ad takmarka thad sem vid hofum med okkur thegar vid forum ut, thvi ran eru mjog algeng herna og thad eru daemi um ad konur hafi hreinlega daid thegar thaer hafa ordid fyrir bardinu a thjofunum. Vid forum thvi ad ollu med gat og possum ad vera ekki einar a ferd, seint a kvoldin.

Thad var einmitt seint um kvold sem vid kynntumst "mommu", sem er kona sem rekur matsoluvagn herna i bae. Vid vorum a leid heim thegar vid akvadum ad koma vid a thessum matarvagni til ad kippa med okkur einu baguetti i nesti. Tharna var tho ekkert baguette ad fa en tveir menn, annar fra Astraliu og hinn fra Sudur Afriku - fullyrtu ad tharna fengjum vid besta vietnamska matinn i baenum. Vid letum ekki segja okkur thad tvisvar, fengum okkur saeti og bidum eftir kraesingunum. Thetta var sko alls engin lygi - Astralinn sem hefur buid i Vietnam i fjolda morg ar maelti med "steak and egg" og gud minn godur hvad thad bragdadist vel. Eg fae eiginlega bara vatn i munninn vid tilhugsunina! Bylgja gaeddi ser a nudlum sem voru lika dasamlegar og vid vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur og aftur og aftur.
Bylgja, niraeda vinkonan, Peter fra OZ og "Momma"
Vid satum tharna dagoda stund med "mommu", monnunum tveim, niraedri konu sem byr hja "mommu" og fleiri heimamonnum og spjolludum um daginn og veginn. Thegar kom svo ad kvedjustund vorum vid rukkadar um 55 thusund  dong sem eru taeplega 3 dollarar. Vid borgudum "mommu" 100 thusund dong og akvadum ad afganginn fengi hun ad eiga, svo godur var maturinn.

Morguninn eftir voknudum vid, enn i skyjunum eftir thessa gomsaetu maltid og vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur um kvoldid. Um midnaetti var gamla ad koma ser fyrir og vid maettar. Steak and egg var a matsedlinum og vid bidum spenntar. Rottan sem var a roltinu tharna skammt fra minnkadi adeins ljomann fra kvoldinu adur en maturinn var ekki verri. Omm nomm nomm. 


Thegar matseldinni var lokid fekk "momma" ser ser saeti hja okkur og for ad spjalla. Thar fengum vid ad heyra allt um raunir hennar, hvernig hun tharf ad vera tharna a hverri nottu og ad hun nai bara ad sofa i tvo tima a solarhring. Thad er ekki moguleiki fyrir hana ad taka ser fri eitt kvold, nema henni askotnist 1-2 milljonir donga - thvi a hverjum morgni kemur mafian til hennar og rukkar hana um 600 thusund. Ja "momma" er einstaed 63 ara gomul modir, med 10 ara gamlan son. Saman bua thau i ibud sem er ekki med rafmagn og hja theim bua tvaer aldradar konur sem "momma" ser fyrir. Fyrir ibudina og fleira skuldar "momma" Mafiunni 30 milljonir donga. Aej hvad hun atti bagt og tarin runnu svoleidis nidur kinnarnar a aumingja konunni. Hun a einmitt tvo eldri syni, 41 ars og 36 ara, sem hun heyrir aldrei i. Their skildu hana bara eftir i eymdinni og lata hana aldrei hafa peninga. Their vildu ad hun myndi selja yngsta son sinn, en henni hafdi fyrir morgum arum verid bodnir 20 thusund dollarar fyrir barnid. Hun thvertok audvitad fyrir thad, thvi hun elskar son sinn og vill frekar vera fataek en an sonar sins.
Thegar tharna var komid maetti a svaedid stelpa fra Filipseyjum ad rukka "mommu" um 200 thusund dong, sem hun hafdi fengid lanud um morguninn til thess ad kaupa i matinn fyrir nottina. En "momma" sem var bara ad opna basinn atti audvitad ekki 200 thusund dong svo snemma kvolds. Stelpan var mjog skilningsrik, thvi samband hennar og "mommu" virkar thannig ad thaer hjalpa hvorri annarri.

Raunarsaga, ekki satt?

Eg verd ad vidurkenna ad eg var virkilega midur min fyrsta korterid af gratnum og sogunum af hormungar lifi aumingja konunnar. Svo for mer eitthvad ad finnast thetta gruggugt og fannst bara vanta ad "momma" hreinlega baedi okkur um ad gefa ser allar thessar milljonir sem hana vantar. Svo thegar Filipeyska stelpan kom var eg alveg komin med nog. Tha akvad gamla ad bjoda okkur i mat heim til sin. Hun var farin ad kalla okkur daetur sinar og vildi endilega ad vid myndum eyda kvoldi med fjolskyldunni, i rafmagnslausu ibudinni og hun myndi elda fyrir okkur godan mat.
Vid Bylgja komum okkur undan med thvi ad daginn eftir faerum vid i batsferd og vid vissum ekki hversu lengi vid myndum dvelja i Nah Trang. Thokkudum svo pent fyrir okkur, borgudum adeins rumlega en vid vorum rukkadar um og vorum alveg sammala um ad thetta gotuhorn thyrftum vid ad fordast.

Eg veit thetta hljomar ofsalega kalt af okkur en malid er ad herna i Asiu er ofsalega mikid af folki sem reynir ad notfaera ser turista sem thau halda ad eigi mikid af peningum. Fyrir theim er samasem merki a milli thess ad vera vestraenn i utliti og thess ad vera rikur. Vid hofum sed thetta allt saman. Folk meira ad segja nytir ungaborn i ad reyna ad na meiri peningum utur folki.

Bylgja hefur verid voda veik fyrir thessum betlurum. Vorkennir ollum alveg svakalega og faer sting i hjartad i hvert skipti sem einhver nalgast okkur. Thad er ekki alveg somu sogu ad segja um mig.. En allavega, Bylgja hefur lika verid mjog dugleg vid ad spyrja heimamenn og vestraent folk sem byr a svaedinu um thessa betlara og their hafa allir somu sogu ad segja. Megnid af thessum betlurum eiga nog af peningum, gera thetta thvi thau vilja ekki vinna og margir hverjir eru hreinlega fyllibyttur ad safna fyrir naesta fyllerii.

Audvitad er ekki haegt ad setja alla undir sama hattinn en thvi midur er thetta svona. Madur verdur bara ad reyna ad sigta ut hverjir eru svikarar og hverjir ekki. Gefa theim sem madur vill og hugsa svo ekki frekar ut i thad.

Mikid sem vid thokkum oft fyrir ad vera Islendingar.

En jaeja nog um thetta.

Vid hofdum heyrt ad i Nah Trang vaeri algjort must ad fara i siglingu. Thad vaeri adal partyid og engin sem aetti leid her um maetti missa af thessari snilld. Vid spjolludum vid nokkra ferdalanga og fengum thaer upplysingar ad svokallad "Booze Cruise" vaeri adal malid. Vid skelltum okkur thvi i siglingu.
Vid vissum ekki alveg hvad vid vorum bunar ad koma okkur uti thegar okkur var skutlad ut ad bryggju, fylgt um bord i bat og okkur rettir drykkir. Vid sigldum svo af stad, akkeri sett nidur i einhverri vik og partyid byrjadi.
Thetta var semsagt ekki floknara en svo ad folk var a bati med frium drykkjum og frium mat. Tharna vorum vid i fjora tima i godum felagsskap og skemmtum okkur konunglega. Ekki mjog flokid ad skemmta einfoldu turistunum. haha
Mjog gaman, en kannski ekkert "must do" - amk ekki fyrir menningarlegar domur eins og okkur Bylgju ;)  

En jaeja a morgun hofum vid hugsad okkur ad yfirgefa thennan yndislega bae og halda til Hoi An thar sem maturinn a vist ad vera himneskur og thar a lika ad vera frabaert ad lata sauma a sig fot og sko. Hljomar vel i okkar eyru :) Planid er ad vera thar i nokkra daga adur en vid holdum til Hanoi og Halong Bay. Lata sauma nokkur dress og jafnvel kikja a matreidslunamskeid :) Hlakki hlakki til!

Thangad til naest - knus a klakann :*

- Silja Margret

No comments:

Post a Comment

Endilega skildu eftir fallegt komment handa okkur :)